Skírnir - 01.01.1952, Page 89
Skímir
Tímatal Gerlands
85
verið með þeim, því að bæði hafa verið í ávarpsformi og í
báðum hafa verið notaðar tímaeiningarnar punctus, momenta,
uncia og athomus. 1 skólunum í Skálholti og Haukadal mun
hið forna rímtal ekki hafa verið kennt, þvi að þar mun hafa
verið fylgt tali Dionysiusar. Ekki getur það heldur verið rím-
tal Sæmundar í Odda, því að í það vantar rímfræðiatriðið,
sem eftir honum er haft og hlýtur að vera úr rímtali hans.
Þá eru aðeins eftir Hólar og Þingeyrar, enda hafa áður verið
leidd rök að því, að tímatal Gerlands hafi fyrst verið kennt
á þeim slóðum. f rauninni virðist ekkert því til fyrirstöðu,
að hið forna rímtal sé einmitt samið á Hólum. Rímtal Ger-
lands var samið handa lærðum mönnum og var auðvitað
allt of þungt handa prestlingum, sem lærðu lítið í latínu og
tölvísi. Eitt hið fyrsta verk hinna erlendu kennara á Hólum
hlaut því að vera að semja handa prestlingunum lítið ágrip,
sem þeir gátu nokkurn veginn ráðið við og hafði þó inni að
halda allt hið nauðsynlegasta. Hið forna íslenzka rímtal kann
að vera slíkt ágrip, og verður skyldleiki þess við rímtal Bjarna
prests þá auðskilinn, með því að hann hefði þá lært það.
Hitt rímtalið, sem fylgir tímatali Gerlands, er hið stór-
merka rit Rímbegla, sem útgefendur Alfræði íslenzkrar köll-
uðu Rím I.1) Hún er enn til í mörgum handritum og hefur
auðsælega verið mjög kunn, þótt hún væri lítt við alþýðu
hæfi. Elzta handrit hennar er almennt talið frá aldamótunum
1200 eða nokkuru eldra. En það er ekki frumrit, og má því
setja ritun Rímbeglu á síðara hluta 12. aldar. Eldri er hún
ekki, þar eð höfundurinn getur Bjarna prests hins tölvísa sem
heimildarmanns. Sumir hafa reynt að timasetja hana nánara,
siðast dr. Þorkell Þorkelsson, en þær tilraunir hafa ekki borið
árangur. f Rimbeglu segir á einrnn stað: „Heimsstaðan er
talin í tólf páskaaldir.11'2) Af þeim orðum dró dr. Þorkell
þá ályktun, að tólf páskaaldir (þ. e. 6384 ár) hefðu verið
taldar liðnar frá sköpun veraldar, er Rímbegla var samin.3)
En miklu sennilegra er, að þar sé átt við, hve lengi veröldin
1) Alfr. ísl. II, 44.
2) Alfr. isl II, 47.
3) Aarb. f. nord. Oldk. og Hist. 1923, 173.