Skírnir - 01.01.1952, Page 91
Skímir
Tímatal Gerlands
87
sögu Guðmundar Arasonar1) og líklega Tómas sögu erki-
biskups.2) Jóns saga var samin að boði eða bæn Guðmundar
biskups Arasonar af Gunnlaugi Leifssyni (d. 1219), munki
á Þingeyrum, á latínu, en er nú aðeins til í íslenzkri þýðingu.
Upphaf Sverris sögu er eftir Karl Jónsson, ábóta á Þingeyrum
(d. 1213), en höfundur framhaldsins er ókunnur. Þó má telja
víst, að hann hafi verið kunnugur Þingeyramönnum. Prests-
sagan mun vera eftir Lambkár Þorgilsson (d. 1249), er var
lengi í þjónustu Guðmundar biskups, djákn hans, síðar laus
ábóti og heimamaður Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli 1242.
Minnst er vitað um Berg prest Gunnsteinsson, höfund Tómas
sögu, en utanfarar hans er getið 1202 og aftur 1212. Hið fyrra
skiptið var hann í föruneyti Guðmundar Arasonar, þá er hann
fór til biskupsvígslu.
f fljótu bragði má þykja furðulegt, að Skálhyltingar skyldu
um aldamótin 1200 víkja frá tímatali Ara og taka upp
tímatal Gerlands og Norðlendinga í sagnaritum sínum. En
ef betur er að gáð, verður það skiljanlegt. Ástæðuna má fyrsí
og fremst rekja til Rímbeglu, sem hefur sýnilega notið mjög
mikils álits. 1 öðru lagi má ráða af ýmsu, að áhrifa norðan-
manna hafi gætt mjög í Skálholti á biskupsárum Páls Jóns-
sonar (1195—1211). Ormur Eyjólfsson prestur (d. 1204),
kapellán Þorláks biskups, fór eftir lát hans norður að Hólum
og var þar með Brandi biskupi Sæmundarsyni. Hann mun
hafa barizt manna mest fyrir töku Þorláks biskups í helgra
1) Bisk. Bmf. I, 414.
2) 1 brotunum af eldri gerðinni, sem mun vera eftir Berg prest Gunn-
steinsson, er aðeins eitt ártal, en tugatalan hefur fallið niður, og má deila
um, hver hún hafi verið. Tómas erkibiskup er sagður látinn „á fjórða ári
[hins sjaunda tigar] hins tólfta hundraðs frá holdligum guðs getnaði"
(Tómas s., útg. Eiriks Magnússonar 1875—83, II, 270), og ef gert er
ráð fyrir, að árið sé látið hefjast 25. des., er hér farið eftir tímatali Ger-
lands, því að erkibiskup var veginn 29. des. 1170. Þó má vera, að í eyð-
unni eigi að standa „hins átta tigar“, og yrði þá sama tímatal í þessari
gerð sem í lengri gerð sögunnar (1. c. I, 82, 240; II, 196), en líklegra er,
að höfundur lengri gerðarinnar hafi ekki áttað sig á tímatali Gerlands
og hann hafi alls staðar bætt tug við ártölin. Athugasemdir Eiríks Magnús-
sonar um tímatal sögurmar eru ekki sennilegar (1. c. II, clx—clxiii).
3) Bisk. Bmf. I, 369.