Skírnir - 01.01.1952, Side 93
Skímir
Tímatal Gerlands
89
Allir sagnaritaramir, sem fylgdu tímatali Gerlands, munu
hafa þekkt Rímbeglu, og hafa þeir sennilega staðið í þeirri
trú, að það væri runnið frá Beda.
Á þessu tímabili hafa auðvitað borizt til íslands ýmis rit,
svo sem bréf o. fl., er fylgdu tali Dionysiusar, og Islendingar,
sem voru við nám erlendis, hafa hlotið að kynnast því þar.
En þau dæmi hafa verið of fá og einangruð til þess, að Is-
lendingar sæju ástæðu til að víkja frá tímatali Gerlands, er
þeir hugðu runnið frá Beda. Auk þess ríkti mikill glundroði
um það, hvenær árið var talið hefjast, hjá þeim, er fylgdu tali
Dionysiusar. Sumir töldu það hefjast 1. jan., en aðrir 1. marz,
25. marz, 1. sept., 25. des. eða á páskum, og þá, sem töldu
það hefjast 25. marz (boðunardag Maríu), greindi á um,
hvort áratölu skyldi miða við 25. marz árið 1 f. Kr. (calculus
Pisanus) eða árið 1 e. Kr. (calculus Florentinus).1) Mun sá
ágreiningur sprottinn af því, að sumir hugðu Krist fæddan
25. des. árið 1 f. Kr. að tali Dionysiusar, en ekki árið 1 e. Kr.
Þegar svo var í pottinn búið, var ekki kynlegt, þótt Islend-
ingar væru tregir til að láta af tímatalsvenju sinni, enda er
greinilegt, að sumir þeirra forðast ártöl, miðuð við burð Krists,
eftir að tímatal Gerlands var lagt niðm-. Snorri Sturluson
hefur t. d. engin ártöl í Heimskringlu, og í máldaga um veiði
í Elliðaám frá 1235 er einungis miðað við fyrsta vetur í öld
(þ. e. tunglöld).2)
Beina heimild skortir um það, hvenær Islendingar hættu
að nota tímatal Gerlands og hvað því olli, en nokkur rök má
leiða að því, að þar hafi gætt einhverra áhrifa frá kirkju-
þinginu mikla í Lateran í Róm 11.—30. nóv. 1215. I Maríu
sögu er rætt um aldur Krists og því haldið fram, að full 33
ár hafi liðið frá því, er hann holdgaðist á boðunardegi Maríu
(25. marz), unz hann lézt. Síðan segir: „Ok á þeim kenni-
mannafundi, er Innocentius páfi var á ...., þá var þessi ára-
tala dróttinligs aldrs höfð ok þaðan af talit, hversu margir
vetr liðit höfðu frá holdgun dróttins, þá er þessi kennimanna-
1) Grotefend: Taschenbuch der Zeitrechnung (1941), 11—14.
2) Isl. fbrs. I, 513.