Skírnir - 01.01.1952, Síða 95
Skímir
Tímatal Gerlands
91
hans bók í lög tekin at halda þat um alla kristni, er hann
sagði. Ok segir hann svá í sinni rímtalsbók, at þá er dróttinn
holdgaðist in annuntiatione sancte Marie (þ. e. á boðunardegi
Maríu) væri liðnir frá upphafi þessa heims fimm þúsundir
ára ok eitt hundrað ára níu tigir ok níu ár.“ Síðan er Galt-
eriusi eignað það, sem sagt er í Maríu sögu um aldur Krists.1)
Mjög örðugt er að dæma um gildi þessarar frásagnar. Þó
verður naumast efazt um, að höfundurinn hafi þekkt rímtals-
bók, sem hafi verið eignuð meistara Galteriusi af París, og
sennilegt er, að stuðzt hafi verið við einhverja rímtalsbók á
Lateranþinginu í rökræðunum um það, hvaða tímatali skyldi
fylgt. En meistari Galterius er annars gersamlega ókunnur,
og það virðist hljóta að vera ofhermt, að rímtalsbók hans hafi
verið lögtekin á þinginu, þar sem hvorki erlendar heimildir
né Maríu saga geta þess. Að vísu er engin heildarskýrsla til
um gerðir Lateranþingsins, en hinn sami ágreiningur var um
tímatal eftir það sem áður, og er því ólíklegt, að nokkuð hafi
verið lögtekið þar í þeirri grein.
En þótt frásögn þessi muni vera afbökuð, þá er sennilegt,
að hún hafi valdið því, að Islendingar lögðu tímatal Gerlands
niður. Það er athyglisvert, að fslendingar geta ekki neinna
gerða Lateranþingsins annarra en þessara, og er af því sýni-
legt, að þeim hefur þótt mest um þær vert. Um hitt verður
ekkert sagt, hvenær hin afbakaða frásögn hefur borizt til lands-
ins. Guttormur erkibiskup mun hafa haft ályktanir kirkju-
þingsins með sér til Noregs 1216, og þaðan hafa þær borizt
til fslands með Magnúsi biskupi Gizurarsyni sama ár. Sést
það bezt af því, að nýmæli voru gerð um sumar þeirra á
alþingi 1217.2) En varla hefur hin afbakaða frásögn borizt
með þeim, og hún getur ekki heldur verið runnin frá Kygri-
Birni, sem virðist kominn heim 1218.3) Þó er ekki líklegt, að
hún hafi borizt hingað miklu síðar, trauðla löngu eftir 1220.
Nú er rétt að athuga, hvernig þessi niðurstaða kemur heim
1) Veraldar saga (1944), 90—91; Alfr. ísl. I, 32—33. Smbr. einnig
Oddaveriaannál 1213 og Flateyjarannál 1215.
2) Isl. fbrs. I, 372—392.
3) fsl. fbrs. I, 395.