Skírnir - 01.01.1952, Side 96
92
Jón Jóhannesson
Skímir
við aldur þeirra rita, sem fylgja tímatali Gerlands. Er þar
skemmst frá að segja, að engin ástæða er til að ætla, að neitt
þeirra sé samið eftir 1216 nema síðari eða síðasti hluti Sverris
sögu, þar sem tímatal Gerlands kemur fyrir, og Prestssaga
Guðmundar góða. 1 Sverris sögu er Guttormur erkihiskup
nefndur, en hann var vígður 1215 og kom til Noregs 1216,
eins og áður segir. Fyrr hefur sögunni ekki verið lokið, því
að litlar líkm- eru til, að nafn Guttorms sé þar innskot. En
ekkert er til fyrirstöðu, að frá henni hafi verið gengið skömmu
síðar. Þess má geta, að glöggar fregnir af kirkjuþinginu hafa
ef til vill ekki borizt norður í Hólabiskupsdæmi fyrr en eftir
alþingi 1217, því að Guðmundur biskup var erlendis 1214—
1218, og munu ályktanir kirkjuþingsins ekki hafa verið send-
ar þangað fyrr en með honum.
Prestssagan er örðugri viðureignar. Guðbrandur Vigfússon
hugði hana frá árunum 1212—1220, en Björn M. Ölsen taldi
hana ritaða eftir lát Guðmundar biskups 1237, og þótti hon-
um líklegast, með því að hún er ófullgerð, að Lambkár ábóti
hefði látizt frá henni 1249. Ég hallaðist að skoðun Bjarnar í
formála fyrir útgáfu Sturlunga sögu 1946, þó með nokkurum
varnagla sökum timatalsins, en síðar hef ég tekið eftir atriði,
sem bendir til, að hún sé eldri. Höfundurinn virðist ekki hafa
þekkt neinar þær sögur, er gerðust á dögum Guðmundar Ara-
sonar og enn eru til. T. d. virðist hann ekki hafa þekkt kon-
ungasögur, Sturlu sögu né Hrafns sögu, og er það með öllu
óskiljanlegt, ef hann hefur ritað söguna eftir dvöl sína á
Staðarhóli hjá Sturlu Þórðarsyni eða jafnvel á Staðarhóli.
Hins vegar er það skiljanlegt, ef sagan er frá 1212—1220,
eins og Guðbrandur hugði. En þá vantar skynsamlega skýr-
ingu á því, hvers vegna Lambkár lauk henni ekki. Mér hefin-
flogið í hug, að ritun sögunnar hafi verið hafin á árunum
1214—1218, meðan Guðmundur biskup var erlendis, og hann
hafi bannað höfundi að halda henni áfram eftir útkomu sína.
Sú tilgáta verður þó aðeins veikum rökum studd. 1 miðsögu
Guðmundar segir: „Þat er öllrnn mönnum kunnigt á Islandi,
at Guðmundr byskup átti mest traust ok trúnað, þar sem var
Þorvarðr, föðurbróðir hans, ok ögmvmdr sneis, son hans, ok