Skírnir - 01.01.1952, Page 98
JÓHANN SVEINSSON:
PERLUR ÚR FESTI
HÚSGANGAR ÚR RÍMUM OG VÍSNAFLOKKUM
Flest höfum vér gaman af fásénum og sérkennilegum perl-
um, og verði einhver slík perla á leið vorri, hirðum vér hana
sem merkilegan minjagrip. Oss órar oftast ekki fyrir, hvaðan
perlan sé komin eða hvernig festin hafi verið, sem hún áður
skreytti. Þannig er því farið um ýmis stef og vísur, sem eru
á almennings vörum. Þær hafa slitnað úr festi, úr rímum,
ljóðaflokkum eða vísna, og hafa þær síðan gengið manna á
milli lengri eða skemmri tíma, sumar margar aldir. Menn hafa
velt fyrir sér perlunum, ýmist fögrum eða fáránlegum, og
séð í þeim margs konar ljósbrot og liti. Tíðum speglast í þess-
um perlum liðnir tímar, hugsunarháttur forfeðranna, sorg
þeirra og gleði, menning, orð og orðatiltæki.
Sá munur er þó að því leyti á perlunni og vísunni, að slitni
perla úr festi, er hana þar ekki að finna, en þótt vísa slitni
úr tengslum og verði eign alþjóðar, geymist hún eigi að síður
í þeim rímum eða vísnaflokki, sem hún er komin úr, svo
framarlega sem flokkurinn eða rímurnar hafa varðveitzt, og
þar má ganga að henni, ef menn aðeins vita um flokkinn eða
rímurnar. Þessi meginmunur er ávallt á efnislegum og and-
legum verðmætum. Sami efnislegi hluturinn getur ekki verið
til nema á einum stað í einu, en vitneskja og þekking getur
verið margra eign í senn.
Margar ástæður hafa getað valdið því, að srnnar vísur voru
lærðar öðrum fremur, að þeim var á lofti haldið og urðu eign
alþjóðar, og er tímar liðu, gleymdist oft uppruni þeirra.
Mun ég nú nefna nokkrar vísur, sem horfið hafa frá upp-
runa sínum og orðið lausavísur. Að vísu mun sumum, einkum
fræðimönnum, vera kunnugt um uppruna nokkurra vísna
þessara. Þó mun almenningur vita skil á fáum þeirra og