Skírnir - 01.01.1952, Side 99
Skirnir
Perlur úr festi
95
halda þær yfirleitt lausavísur. Sumar þessara vísna hafa auk
þess verið eignaðar nafngreindum skáldum, sem löngu síðar
hafa verið uppi en rímurnar voru ortar. Einnig mun ég
leitast við, þótt vitaskuld verði það lauslegar ágizkanir, að
benda á, hvað valdið hafi lífsþrótti þeirra.
Einhver kunnasti húsgangurinn er vísan:
Hver er sá veggur víður og hár,
vænum settur röndum,
gulur, rauður, grænn og blár,
gjörður af meistara höndum?
Vísa þessi er úr Geiplum (II. ríma, 20. vísa), sem ortar
munu á 15. öld.1) Segir þar frá heimsókn Karlamagnúss
(Karls mikla) og kappa hans til Miklagarðs og geipan og
raupi kappanna í Miklagarði. Vísan er lýsing á stólpanum undir
keisarahöllinni og er nálega samhljóða, nema hún er auðvitað
ekki í beinni spurnarsetningu. Eins og kunnugt er, hefur
vísan um langan aldur verið notuð sem gáta um regnbogann
(friðarbogann). Líklega hefur einhverjum snjöllum náunga
dottið í hug, að likingin ætti vel við regnbogann, og hann eða
þjóðin gert vísuna að hinni frægu gátu og lagað vísuna óveru-
lega til fyrir hið nýja hlutverk. Nú var vísunni borgið. Regn-
boginn var bændaþjóðinni, sem allt sitt „á undir sól og regni“,
allt of hugstæður til þess, að vísan gæti gleymzt. Auk þess
voru gátur eftirlæti þjóðarinnar fram á síðustu tíma.
Alls annars eðlis eru tvær næstu vísur. 1 ritgerð um siða-
skiptin, sem eignuð er Jóni Gissurarsyni, segir frá því, að
Eggert Hannesson lögmaður og hirðstjóri hafi kveðið vísu
þessa, er hann fór alfari frá Islandi 1580.
Eitt sinn kemur hvert endadægur
allra lýða um síðir.
Sá finnst enginn sikling frægur,
við sínum dauða kvíðir.2)
Lítur út fyrir, að höfundur ritgerðarinnar haldi, að vísan sé
1) Sjá Finnur Jónsson: Rímnasafn, Kh. 1905—22, II, 368.
2) Safn til sögu Islands, Kh. 1856, I, 700.