Skírnir - 01.01.1952, Síða 100
96
Jóhann Sveinsson
Skírnir
ort af Eggert sjálfum, en hún er úr Völsungsrímum, líklega
frá 14. öld (IV, 10). Er hún lögð í munn Völsungi konungi,
er Signý, dóttir hans, varar hann við svikum Siggeirs, tengda-
sonar hans, en manns hennar. Er vísan í mjög líkri gerð í
rímunum.1 2 3)
Hin vísan er sú, sem Ögmundur biskup Pálsson á að hafa
kveðið við Ásdísi, systur sína, er Danir handtóku hann að
Hjalla í Ölfusi 1541, en hún átti að hafa hvatt bróður sinn
til að koma að Hjalla og dveljast þar um hríð. Vísan var lengi
vel eignuð Ögmundi. Kemur þessi frásögn mér vitanlega fyrst
fyrir hjá Birni á Skarðsá í annálum hans við árið 1542, og
er vísan þannig:
Hugsaðu um það, hringaláð,
hvað hlauzt af vilja þínum.
Köld eru jafnan kvenna ráð;
kemur að orðum minum.1)
Virðist það vera ætlun Bjarnar, að vísan sé eftir ögmund.
Sama er að segja um aðra sagnaritara, sem taka vísuna eftir
honum. Vísan er úr Reinaldsrímum (V, 51), sem ortar
munu vera síðara hluta 15. aldar eða snemma á 16. öld og
eru oft eignaðar Sigurði blind. Rímurnar hafa aldrei á prent
komið, en þýzki fræðimaðurinn E. Kölbing endursegir efni
þeirra og birtir nokkur erindi úr þeim, meðal annars fyrr-
nefnda vísu, í riti sínu, Beitráge. Er vísa þessi áminningarorð
föður Reinalds við konu sína, er hann sá harm sonar þeirra,
en hún hafði stíað sundur Reinald, syni þeirrra, og Rósu.
Kölbing birtir fyrra hluta vísunnar þannig:
Hygg þú að þvi, hringaláð,
hvað hlauzt að vilja þinum.’)
Að öðru leyti er vísan eins hjá Kölbing.
Engin ástæða er til að rengja það, að Eggert og ögmundur
hafi mælt þessar vísur fram við fyrrnefnd tækifæri. Mætti
helzt ætla, að menn, sem á hlýddu, hafi haldið, að þeir hafi
1) Sjá F. J.: Rimnasafn I, 333.
2) Sjá Annála Bmf., I, 100.
3) Sjá Beitrage, Breslau 1876, 226.