Skírnir - 01.01.1952, Page 101
Skimir
Perlur úr festi
97
ort þær, fremur en seinni tíma menn hafi eignað þeim þær,
þegar uppruninn hafði gleymzt. Það var eitt sér nóg tilefni
til að festa vísumar í minni, að tveir mestu fyrirmanna
landsins höfðu þær yfir á örlagastundum ævi þeirra. Einkum
á það þó við um vísu ögmundar, því að hún var tengd at-
burði, sem orðið hefur þjóðinni ógleymanlegur: annar biskup
landsins tekinn höndum á hinn harkalegasta hátt og fluttur
út á herskip. 1 báðum þessara vísna eru lífsspeki og spakmæli,
sem stutt munu hafa að varðveizlu þeirra. f hinni fyrri birtist
og hetjulund fornaldarinnar, sem menn hafa dáð, og í seinni
vísunni hefur hinn forni málsháttur: „Köld eru kvennaráð“
— orkað á geymd hennar meðal almennings. Nokkuð hafa
rímurnar, sem vísurnar eru úr, verið orðnar kunnar, þar sem
Eggert og Ögmundur höfðu úr þeim tiltækar vísur, en þó er
ekki víst, að svo hafi verið meðal almennings, enda hafa
hvorar tveggja rímurnar verið þá tiltölulega ungar.
Nálega allir fslendingar hafa, að minnsta kosti til skamms
tíma, kunnað vísu þessa í einhverri gerð:
Við skulum ekki hafa hátt.
Hér er margt að ugga.
1 allt kvöld hefi eg andardrátt
úti heyrt á glugga.
Vísa þessi er eftir Þórð Magnússon á Strjúgi (uppi á 16. öld,
líklega lifað fram um eða nokkuð yfir aldamótin 1600) og er
úr flokki þeim, sem kallaður er Mæðgnasenna. En það átti að
vera tilefni flokksins, að Þórður kom á glugga í kirkjuferð á
næsta bæ, Móbergi, en þar inni voru mæðgur þrjár, og hlýddi
hann á óþvegna orðasennu milli móðurinnar og annarrar
dótturinnar. Varð þá hin dóttirin mannsins vör á glugganum,
og er vísan lögð í munn henni. Hefur Gísli Konráðsson sagna-
ritari ritað þær vísur úr flokknum, sem hann náði í, í Söguþátt
af Halli og Þórði skáldi á Strjúgsstöðum, er hann kallar svo.1)
1) Lbs. 1129, 4to og JS. 301, 4to, hvort tveggja e.h. Nokkrar vísur úr
flokknum birti dr. Jón Þorkelsson yngri í Arkiv for nordisk filologi 1888
(IV, 257—258).
7