Skírnir - 01.01.1952, Page 103
Skímir
Perlur úr festi
99
Önnur vísa úr sömu rímum hefur einnig orðið húsgangur,
en hefur nokkru meira breytzt, eftir þvi sem ég hef oftast
heyrt hana:
Eins er að tala við heimskan hal og hinn, sem þegir.
Eftir ræðu okkar búna
að spyr hann: Hvað sagðirðu núna?
Heyrði ég í æsku vísuna eignaða Guðmundi Bergþórssyni.
Vísan er þannig í Vísnabókinni:
Eins er tal við heimskan haft og hinn, er sefur.
Eftir raeðu ykkar búna
að spyr hann: Hvað sagðir núna? (IX, 9.)
Vísan er úr mansöng og því hugleiðingar sr. Jóns sjálfs, en
mjög í tengslum við efni rímnanna. Báðar vísurnar eru með
heimspeki- og spakmælabrag, sem fallið hefur vel í geð hinni
íhugulu bændaþjóð.
Flestir kannast við vísu þessa, sem jafnan hefur verið talin
eftir Pál Vídalín og viða verið prentuð, meðal annars í Vísna-
kveri Páls (útg. af dr. Jóni Þorkelssyni, Kh. 1897) á bls. 131:
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ýmsum stað,
en ólög fæðast heima.
En raunverulega er hún eftir Guðmund Andrésson (d. 1654)
og er í Persevs rímum.1) Fyrri hlutinn er samhljóða, en
síðari hlutinn er svo í rímunum:
.... álögin úr uggastað,
ólög vakna (eða: vandra) heima.
Vísan er úr mansöng sjöttu rímu (VI, 6) í prentuðu rímun-
um. I handritunum er röð vísnanna á reiki. Vísan er betur
kveðin í gerð þeirri, sem eignuð hefur verið Páli. Má vera,
að Páll hafi haft vísuna yfir og vísan síðan talin honum, en
1) Á þetta benti ég í Vísnasafninu I, Rvk. 1947, og birti þar vísu
Guðmundar, bls. 34. Síðar komu rímurnar á prent í útgáfu Rímnafélags-
ins 1949.