Skírnir - 01.01.1952, Síða 104
100
Jóhann Sveinsson
Skírnir
þannig virðist stundum því vera farið um feðrun vísna, eins
og ég hef fyrr bent á, enda þekki ég þess dæmi úr nútím-
anum. Ekki verður um það sagt, hvort Páll hefur betrumbætt
síðara hlutann, þótt maður væri hann til þess. 1 sama man-
söng er einnig þessi vísa, sem fjöldi manna hefur kunnað
síðara hlutann úr:
Orðshátt þennan merkja má;
margir trú eg hann þekki:
Forlögunum fresta má,
fyrir þau komast ekki.
(VI, 4, eftir prentuðu rimunum.)
Hér ber að sama brunni og um flestar fyrri vísnanna, að
uppistaðan í þeim er lífsspeki og spakmæli. Fyrri hluti síðari
vísunnar er auðsæilega prjónaður framan við fornt spakmæli,
en síðari hlutinn hefur geymzt sökum málsháttarins.
Alkunn er sléttubandavísa Kolbeins skálds Grímssonar
(uppi á 17. öld), þess er þjóðsögur segja, að kvæðist á við
djöfulinn á Þúfubjargi, úr Grettis rímum um flutning þeirra
bræðra, Grettis og Illuga, látinna úr Drangey:
Alda rjúka gjörði grá
Gollnis spanga Freyju.
Kalda búka frændur frá
fluttu Dranga eyju. (XVII, 10.)
Það hefur gefið vísunni nýjan byr, að Benedikt Gröndal birti
hana í Tímariti Bókmenntafélagsins 1882 (bls. 159—160), en
samt var hún þá orðin lausavísa og hefur líklega orðið
snemma. Gröndal farast svo orð (n.m. á bls. 158—159): „Eg
hefi kunnað þessa vísu frá barnæsku, og var hún þá eignuð
Hallgrími Péturssyni, en ekkert veit eg frekar um það. ...
Annars kunna margir vísuna.“ Vísan hefur haldið lífi meðal
annars vegna hins dapurlega, en hugstæða atburðar, er hún
greinir frá. Ekki síður hefur henni verið á lofti haldið vegna
hins dýra ríms, því að henni má velta á 16 vegu, sem Grön-
dal sýnir. Ekki er miklum skáldskap fyrir að fara í vísunni,
þótt haglega sé gerð, svo að ekki gat hann valdið lífsþrótti
hennar. Dýrari sléttubandavísu er að sönnu hægt að yrkja,