Skírnir - 01.01.1952, Page 107
Skímir
Perlur úr festi
103
lífseig, nema ef vera skyldi það, að hún hafi þótt allkynleg
og dularfull, ekki sízt eftir að hún var losnuð úr samhengi.
Alkunn um land allt er vísan:
Illa gerir (þú) Möndull mér
mitt í raunum vöndum,
konuna mína kyssir hér,
en kreppir mig í böndum.
Hún er úr fornum Göngu-Hrólfs rímum (XI, 34). Ekki er
mér kunnugt um höfund rímnanna. Eru þær allgamlar, frá því
seint á 16. öld. Tvö handrit eru til af þeim í Landsbókasafni,
fB 238, 4to og Lbs. 2458, 4to, rituð laust eftir 1780, en auk
þess er til brot af þeim, AM 610, 4to, skrifað af Jóni Gizurar-
syni.1) Vísan hnígur að því, er Möndull dvergur hefur með
svikum komið Birni ráðgjafa í ónáð Þorgnýs jarls, og er
dvergurinn látinn gæta bandingjans. Glepur dvergurinn konu
Bjamar með göldrum, og lætur hún blítt að honum. Er vísan
lögð Birni í munn, þegar hann sér þessar aðfarir. Vísan er
laglega ort og segir frá sérstæðum atburði. Andstæðurnar,
illmannleg gleði Mönduls og vonlaus hryggð Bjarnar, eru
skýrar. Alþýðugerðin, sem hér er birt, víkur lítillega i orða-
lagi frá handritunum.
Nokkrar vísur úr Tímarímu eftir Jón Sigurðsson Dala-
skáld (um 1685—1720) hafa orðið geysivinsælar sem og
ríman í heild (hefur 5 sinnum verið gefin út, fyrst í Kh.
1772). Þessar vísur eru úr mansöng rímunnar:
Margt er sér til gamans gert
geði þungu að kasta.
Það er ekki einskis vert
að eyða tíð án lasta. (2.)
Beri maður létta lund,
linast rauna tetur.
Eigi hann hágt um eina stund,
aðra gengur betur. (7.)
Báðar vísurnar eru mjög einfaldar að búningi og orðfæri,
orðaröð öll sem í lausu máli væri, en samt luma þær á raun-
1) Sbr. Björn K. Þórólfsson: Rimur fyrir 1600, 495—496.