Skírnir - 01.01.1952, Síða 111
Skírnir
Perlur úr festi
107
Læknaði hann síðan drottninguna, en dótturina yfirgaf hann
ólæknaða, eftir að hann lét hana vita, hver hann væri, og
varð hún að dragast með sitt langa nef til dauðans. Um það
fjallar þessi vísa:
Nauðalanga nefið dró
niftin byrðar Grana,
ógift síðan út af dó;
enginn vildi hana. (VIII, 87.)
Báðar þessar vísur eru skemmtilegar, í glaðhlakkalegum kímni-
tón. Fleiri hafa kunnað síðari vísuna. Mönnum hefur þótt
skoplegt, að stúlka gæti ekkert gjaforð fengið vegna nefsins.
Þannig geta vísur, sem á einhvern hátt eru skringilegar eða
óvanalegar, lifað, þótt slitnar séu úr samhengi og menn viti
ekki hið raunverulega tilefni þeirra.
Þessar hestavísur úr sömu rímum voru einnig alkunnar
lausavísur fyrir norðan, og víðar um land hafa þær verið
kunnar:
Jórinn stranga burði bar,
bjór í vanga Fjörgynjar
stóra og langa skurði skar;
skór úr spangastáli var. (IV, 22.)
Mjög sig teygði mjóstrokinn,
makkann sveigði gullbúinn,
grjóti fleygði fótheppinn,
fögur beygði munnjárnin. (IV, 24.)
Þessar hestavísur eru prýðilega ortar, meðal hinna hezt
kveðnu hestavísna. Hesturinn hefur allt fram til þessa verið
öndvegisskepna meðal búpenings fslendinga og skáld og hag-
yrðingar mært hann og dáð í ljóðum sínum, en afar lítið um
aðrar skepnur ort. Fór það að vonum, að þessar vísur yrðu í
hávegum hafðar. Rímurnar hafa aldrei komið á prent, en bæði
rímurnar og ævintýrið, sem þær eru ortar út af, eru til í
allmörgum handritum í Landsbókasafni.
Næsta vísa hefur verið húsgangur á Austurlandi og víðar:
Margt er það, sem gremur geð,
— glöggra kennir spora. —•
Illa fór hann ormur með
Evu, móður vora.