Skírnir - 01.01.1952, Síða 113
Skímir
Perlur úr festi
109
Mörgum fleiri lausavísum úr rímum mætti bæta hér við,
en bezt mun að láta hér staðar numið. En nefna vil ég fjóra
húsganga úr ljóðabréfum og öðrum vísnaflokkum 18. og 19.
aldar skálda. Algeng hefur vísa þessi verið á Norðurlandi,
Austurlandi og víðar:
Auðnuslyngur einn þá hlær,
annar grætur sáran,
þriðji hringa fold sér fær,
fjórða stinga dauðans klær.
Vísan er eftir sr. Þórarin Jónsson á Myrká og síðast í Múla
(1755—1816) og er í ljóðabréfi í Fróðlegu ljóðasafni (Ak.
1857, 2. hefti, bls. 97, 48. vísa). Bréfið mun vera til bróður
skáldsins, Benedikts, sem kallaði sig Gröndal, þótt hann kalli
hann Benjamín i rímnauð (sbr. fyrstu visuna). Þetta er eina
vísan, svo að ég viti, sem geymzt hefur úr bréfinu, enda
einna bezt kveðin. Efnið verður mönnum hugstætt, fjallar
um líf einstaklingsins og örlög hans. Líklegt þykir mér, að
vísan hafi komizt á gang, eftir að ljóðasafnið kom út.
Hinar þrjár visurnar hafa á hinn bóginn ekki verið lærðar
eftir prentuðum bókum:
Það er svo margt, í þokunni býr,
sem þó getur nokkru valdið.
Lítið oft til lukku snýr,
ef laglega á er haldið.
Vísan hefur verið allalgeng. Hún er úr vísnaflokki, er nefn-
ist „Heilræði kvenna, ort af Jóni Hákonarsyni 1821“.t) Jón
hreppstjóri Hákonarson á Narfeyri og víðar (f. um 1768, d.
að Helgafelli 13. sept. 1836) var vel þekkt skáld á sinni tíð,
og er mikið af ljóðum eftir hann í Landsbókasafni. Hann
var föðurbróðir Hákonar skálds Hákonarsonar í Brokey. Brag-
urinn er 59 erindi, og er þetta 2. vísan. Hann er fremur liðlega
ortur og ekki laus við fyndni. En þetta er sú vísan, sem helzt
vekur eftirtekt. Veldur því bæði þjóðkvæðablærinn í fyrra
1) lB 427, 8vo. Hdr. er talið m. h. Brynjólfs Bogasonar (Benedict-
sens) í Flatey og Lárusar stúdents Sigurðssonar úr Geiteyjum.