Skírnir - 01.01.1952, Side 115
Skímir
Perlur úr festi
111
Skörðum í Dalasýslu.1) Ljóðabréfið er alls 151 erindi, og er
þetta 101. vísan. Bréfið hefur að vísu ekki geymzt með hendi
höfundar, en engin ástæða er að efast um, að það sé eftir
Sigurð, né heldur, að vísan eigi þar heima. Það er m. h. Áma
Lýðssonar á Neðra-Skarði í Leirársveit, og hefur hann líklega
fengið hréfið hjá Elínu. 1 bernsku lærði ég fyrstu ljóðlínuna
þannig: Lömbin skoppa hátt með hopp (tvö orð: hoppa og
skoppa — hafa breytt um stöðu), en hér birti ég ljóðlínuna,
eins og hún er í handriti. Vísnaflokkurinn er allvel ortur.
Þó er varla nokkur önnur vísa í honum líkleg til að ná slík-
um, vinsældum almennings sem þessi, enda hefur sú raun á
orðið. Hún er létt, blátt áfram og skírskotar til vorsins, lífsins
og gróandinnar.
Ég hef nú tínt upp nokkrar perlur, sem ég hef fundið á
leið minni, að vísu misjafnlega fagrar og vel fágaðar, og ég
hef einnig fundið og bent á, hvar þær eiga heima í festinni,
sem þær slitnuðu úr. Ég gæti bætt nokkrum við, ef rúm
leyfði, því að af talsverðu er að taka. Hafa þessar perlur,
lausavísurnar, leynzt í rímum, fornum og tiitölulega nýjum,
og vísnaflokkum, ýmist prentuðum eða óprentuðum. Ein-
hverjir kunna ef til vill skil á ætt sumra þeirra, þekkja fest-
ina, sem þær slitnuðu úr. Fleiri munu þó ekki hafa minnsta
grun um uppruna þeirra.
Ég hef örlítið leitazt við að benda á, í hverju lífsmáttur
þeirra sé fólginn, hvers vegna þær hafa lifað á vörum alþýðu
öðrum vísum fremur. Vitanlega verður allt slíkt ágizkanir,
enda eru vísur þær, er hér hafa verið birtar, of fáar til þess,
að hægt sé að draga af því algilda ályktun. Eins og ég hef
áður minnzt á, virðast það einkum vera vísur, sem einhver
lífssannindi eða spakmæli hafa að geyma, vísur, sem hafðar
eru eftir merkum mönnum við minnistæða atburði, eða þá
að þær eru léttar og leikandi, búa yfir einhverjum duldum
töfrum og eru eins og kveðnar út úr brjósti alþýðunnar. Sum-
ar hafa náð betri fótfestu vegna þess, að þær hafa verið
1) Lbs. 1458, 8vo. Er ljóðabréfið talið ort 1852.