Skírnir - 01.01.1952, Síða 116
112
Jóhann Sveinsson
Skirnir
kveðnar við börn, og um slíkar vísur er raunar sama að segja,
að þær hafa flestar staðið í nánum tengslum við þjóðarsálina.
Aðrar eru fáránlegar, geta jafnvel verið að einhverju leyti
andkannalegar. Húsgangurinn þarf alls ekki að vera afburða-
vel kveðinn, eins og vér sjáum á mörgum fátæklegum bögum
af því tagi, en hann sýnir oftast einhverja mynd, sem al-
menningur þekkir og er honum kær eða hugstæð, eitthvert
hnyttið orðtæki, eða hann fjallar um sívökul hugðarefni
mannlegs lífs. Oft er hann nátengdur daglegu lífi, störfum,
striti og afkomu. Það er oft næsta erfitt að skilgreina, í
hverju lífsþróttur sumra húsganga er fólginn. Maður finnur
og skynjar fremur en skilur. Þannig er því raunar farið um
margan ljóðrænan skáldskap, þótt hugsunin vilji eitthvað
hafa. Vitaskuld skal því ekki neitað, að svo virðist stundum
sem hendingin einber hafi haldið lífi í sumum húsgöngunum,
ef þá nokkuð undir sólinni er hending. Oft mun það þó vera
svo, að einhver dulinn, heillandi blær, mynd eða orðatiltæki
hrífi mann, jafnvel þótt óvitandi sé. Með breyttum menn-
ingarháttum má búast við, að mat lausavísna breytist, og mun
þegar nokkuð hafa breytzt meðal nokkurs hluta þjóðarinnar.
Vísur þær, sem birtar hafa verið hér að framan, bera mörg
merki hinna upprunalegu húsganga, þ. e. vísna, sem ávallt
hafa verið lausar. Þó má segja, að þær séu að jafnaði ofur-
lítið spaklegri, nokkru háfleygari, en hinir húsgangarnir eru
almennt. Sýnishorn þessi birta ekki heldur nándarnærri allar
tegundir húsganga, svo að samanburðurinn verður ekki ör-
uggur.
Vafalaust eru margar lausavísur, sem menn kunna engin
skil á, faldar í rímum og vísnaflokkum í handritum, og vel
gæti ég trúað, að talsvert margar kæmu upp úr kafinu, ef
eitthvað af þessu tagi yrði gefið út, því að sannarlega má það
hending heita, hvað maður rekst á í ótölulegum grúa hand-
rita.
Ekki virðast bragarhættir og dýrt rim hafa valdið neinu
um geymsluþol vísna þeirra, sem að framan eru birtar, nema
ef vera skyldi einnar þeirra. Flestar vísumar eru einfaldar
að rími og búningi, langflestar af ferskeytluættinni eða 23.