Skírnir - 01.01.1952, Síða 120
116
Einar Ól. Sveinsson
Stírnir
III.
Handrit þau af Njálu, sem komizt hafa í opinber bókasöfn,
eru milli 50 og 60, mörg þeirra brot. Þeim má skipta í 4
flokka:
1) Gömlu skinnhandritin frá því fyrir 1400, og eru þau
11 að tölu, öll skert.
2) Handrit frá tímabilinu 1400—1550 eða þar um, 8 að
tölu, og er þó eitt raunar ekki annað en eyðufylling í hand-
rit frá 1300.
3) Yngstu skinnhandritin, 5 að tölu, smábrot nema eitt.1)
4) Pappírshandrit, aðallega frá 17. og 18. öld, rúmlega 30
að tölu.
IV.
Að texta til gegnir sama máli um handrit tveggja síðast-
nefndu flokkanna: hér er að ræða um unga texta; hafa þeir
án efa flestir varðveitzt í eftirritum eftirrita í marga liðu
og eru að jafnaði lélegir.
f latnesku útgáfu sögunnar 1809 er tekið neðanmáls nokkuð
af orðamun úr pappírshandritum, og auk þess hefur Jón Þor-
kelsson gert nokkra grein fyrir texta þeirra í rannsókn sinni
á handritum Njálu (Nj. II). Texta skinnblaðanna (í 3. fl.)
hef ég athugað og um 10 af pappírshandritunum. En auðvitað
þarf að þrautkanna þau öll, þó að það verði meira ómak en
árangur.
Tvennt skal ég nefna, sem athyglisvert er um þessi hand-
rit:
1) 1 breytingum handrita, jafnvel þeirra, sem yngst eru
og lélegust, koma oft fram íhuganir skrifaranna, stundum
gagnrýni á textanum. Þetta kemur ekki sízt fyrir í staðfræði-
legum efnum. f ÁM 163 D fol., pappírshandriti frá 17. öld,
er þrívegis (í 124., 126. og 145. kap.) ritað Þórsmörk í stað-
inn fyrir GóSaland, og hefur sá skrifari talið, að hér væri
villa i textanum. Þegar sagt er (í 116. og 117. kap.), að Flosi
1) Auk þeirra brota, sem áður hefur verið getið i fræðibókum (t. d.
Nj. II), má hér nefna tvo skinnbleðla, annan úr handritasafni J. Sig.,
hinn úr Lbs., báða úr sama 17. aldar hdr.