Skírnir - 01.01.1952, Síða 122
118
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
því handriti milli línanna eða á spássíu í eftirriti sínu. Á þeim
tíma var Kálfalækjarbók enn fyllri en þegar séra Jón Hall-
dórsson skrifaði hana upp, og veitir orðamunurinn í handriti
séra Ketils nokkura vitneskju um orðalag hennar á þeim
stöðum.
V.
Nú skal nefna miðaldahandrit af sögunni. Raða ég þeim
eftir aldri samkvæmt ætlun og hyggju Kr. Kálunds og Finns
Jónssonar, og skakkar það lítt frá timasetningu Jóns Þorkels-
sonar. 1 sviga á eftir tölunafni hvers handrits er stafur sá,
sem það hefur í útgáfu Konráðs Gíslasonar, en ég nefni hand-
ritin með nafni eða eftir upphafsstaf.1)
Um 1300:
/Jeykjabók, ÁM 468, 4to (F).
/éálfalækjarbók, ÁM 133, fol. (B).
Gráskinna, Gl. kgl. sml. 2870, 4to (I).
ð (delta), ÁM 162 B, fol. (C8).
P(beta),-----------------(CP).
Upphaf 14. aldar:
l (zeta), ÁM 162 B, fol. (Ct).
x (kappa), — — - — (Cx).
Snemma á 14. öld:
y (gamma), ÁM 162 B, fol. (Cy).
0 (þeta), —-----------------(CG).
Milli 1316 og 1350:
Aíöðruvallabók, ÁM 132, fol. (A).
14. öld:
t] (eta), ÁM 162 B, fol. (Cr]).
Um 1400:
Skafinskinna, Gl. kgl. sml. 2868, 4to (G).
e (epsilon), ÁM 162 B, fol. (Ce).
Snemma á 15. öld:
i (ióta), ÁM 162 B, fol. (Ci).
15. öld:
1) Nöfnin eru öll áður gefin bókunum, nema Skafinskinna og Sveins-
bók.