Skírnir - 01.01.1952, Page 123
Skírnir
Um handrit Njálssögu
119
Syeinsbók, Gl. kgl. sml. 2869, 4to (H).
a (alfa), ÁM 162 B, fol. (Ca).
Oddabók, ÁM 466, 4to (E).
1498:
Bæjarbök í Flóa, ÁM 309, 4to (D).
Fyrri helmingur 16. aldar:
Gráskinnuauki, eyðufyllingar í Gráskinnu, Gl. kgl. sml.
2870, 4to.
Ekkert þessara handrita er alveg heilt: drýgstar eru Reykja-
bók, Kálfalækjarbók, Möðruvallabók og Oddabók. Þau hand-
rit, sem hlotið hafa grísku stafina að táknum, eru öll brot,
flest svo sem 1—3 blöð, sum meira; mest er varðveitt af ö.
Það handrit hugði Guðmundur Þorláksson ögn eldra en hin,
en í rauninni er ekki unnt að tímasetja eftir stafagerð og
réttritun svo nákvæmlega, og eftir öðru er hér ekki að fara.
VI.
Reykjabók er nú 93 blöð, en var í öndverðu tveimur betur.
Hún má heita vel varðveitt og víðast hvar vel læsileg. Hún
er rituð af listaskrifara og skriftin einkar áferðarfalleg, all-
mikið bundin, en skýr; bókin er ekki mikið skreytt. Sjálfsagt
hefur þetta verið atvinnuskrifari, og er eftirtektarvert, að
hann skrifar q. fyrir ‘kveðja’, og mun hann hafa verið vanur
að skrifa bréf. Að jafnaði skrifar hann tölur með serkneskum
stöfum, og hefur það verið alger nýjung í þann tið. Hann
hefur gert sér far um að skrifa sem réttast, þó að honum
skeiki vitanlega eins og öðrum mönnum. Réttritunin er einna
fornlegust; hér er skrifað við og við ýr fyrir ór; ér fyrir þér,
it fyrir þit; hann ritar líka Arngiiðr og HildiguSr. tJtgáfur
sögunnar hafa fram að þessu einkum stuðzt við Reykjabók.
Enn skrautlegri hefur Kálfalækjarbók verið, en nú er hún
dökk af sóti. Hún er í stærra broti, letrið stærra og enn prýði-
legra, upphafsstafir skreyttir. Þessi skrifari viðhefur líka
stundum serkneska tölustafi. Ekki er þetta eftirrit eins ná-
kvæmlega gert og Reykjabók. Svo virðist sem skrifarinn hafi
þekkt eitthvað til í Rangárþingi. I 98. og 99. kap. segja hin
handritin, að Lýtingur á Sámsstöðum og bræður hans hafi