Skírnir - 01.01.1952, Side 124
120
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
falið sig í skógum austan Rangár; í 130. kap. segir, að þeir
Flosi og Ingjaldur hafi hitzt við Rangá, á öllum þessum stöðum
nefnir Kálfalækjarhók til þess Þverá; er það lagfæringar-
tilraun.
Af 8 eru varðveitt 24 hlöð. Skriftin er skýr, stórkarlaleg,
óregluleg. Varla er þetta verk atvinnuskrifara. Rezt gæti ég
trúað, að þessi hók hafi verið skrifuð af öldruðum manni, sem
hafi verið orðinn skjálfhentur. Að réttritun er 8 fornlegust
með Reykjabók; líklega hefur skrifarinn sagt nakkvat fyrir
nokkut; hann skrifar á einum stað versc, þar sem önnur
handrit hafa miðmyndarendinguna z (sem merkir þó lík-
lega í raun og veru st); hann skrifar á einum stað hœttac
(4926), og hann varðveitir flestmn handritum hetur 3 (þ)
í sagnbeygingum (síðar d eða t). En stundum skjátlast hon-
um: Hann skrifar á einum stað (91118) þecSi, þar sem ætti
að standa þekti (af þekta: þagga niður), og hann skrifar á
öðrum stað (6448) til vhelgis.1)
Á Gráskinnu hafa í öndverðu verið fjórar hendur. Hin
fyrsta minnir dálítið á 8-höndina og er þó ekki sú sama, en
hún er stór og óhöndugleg. Ef til vill er það sá, sem efndi til
bókarinnar. I 17. kap. hefur annar skrifari tekið við; hann
skrifar nokkuð engilsaxneska hönd, eins og ritari Reykjahókar,
og eru það norsk áhrif; höndin er gædd þokka og glæsileik,
nokkuð útsláttarsöm, minnir á rithendur á sumum skjölum.
Tveir aðrir skrifarar eiga stutta kafla aftar í bókinni, og gæti
ég bezt trúað, að allir þessir þrír hefðu verið atvinnuskrifarar.
1 Gráskinnu, einni handritanna, kynni að mega finna leifar
réttritunar, sem greindi sundur æ og œ.
Einhvern tíma, sennilega á 15. öld eða í byrjun hinnar
16., hefur Gráskinna orðið fyrir miklum skemmdum. Líklega
hefur vatn komizt að henni, horn sumra blaða hafa skemmzt,
og týnzt hefur úr henni, þar á meðal sögulokin frá því í 141.
kap. En þá hefur það verið einhver eigandi handritsins, sem
1) Hér og annarstaðar, þar sem greindur er nákvæmlega staður í sög-
unni, táknar fyrri stafurinn kapítula, en sá siðari, litli, linu í útgáfu
Konráðs Gíslasonar (Nj. I). Er það eina útgáfan, sem greinir orðamnn
vandlega.