Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 125
Skírnir
Um handrit Njálssögu
121
þótt hefur vænt um það, þó að skemmt væri og skörðótt.
Hann hefur sett blöð í stað þeirra, sem glatazt höfðu, hann
hefur af mestu vandvirkni saumað skinnsnepla á skemmdu
blaðhornin og ritað þar á það, sem vantaði, og hann hefur
sumstaðar skrifað ofan í óskýr orð eða stafi. Þessar viðbætur
hef ég nefnt Gráskinnuauka; textinn er töluvert frábrugðinn
texta Gráskinnu sjálfrar.
Að lokrnn skal ég svo víkja að Möðruvallabók. Það er mest
allra handrita, sem geyma fslendingasögur, 201 blað í tveggja
blaða broti, og vantar þó bæði framan og aftan af. Þetta
handrit er, að frá dregnum fáeinum línum, ritað af sama
skrifara, hagleiksmanni, með skýru og glöggu letri. Jón Helga-
son hefur sýnt með sögulegum rökum, að Möðruvallabók er
skrifuð einhvern tíma milli 1316 og 1350. Réttritunin er
nokkru unglegri en í fyrrnefndum bókum; þó er oft skrifað
fingu, fingit, gingu, og eru það fornlegar myndir (fengu,
fengit, gengu hafa hin handritin vanalega). Textinn ber vitni
um vandvirkni, skrifarinn sýnist breyta með minna móti
vísvitandi, en það kemur fyrir, að smáorð gleymast, og er
brottfallið þá oft auðsætt.
VII.
Eftirrit eiga ekki saman nema nafnið. Stundum er leitazt
við að skrifa sem nákvæmast eftir forritinu, stundmn telur
skrifarinn sig hafa óbundnar hendur að breyta. Það er óhætt
að fullyrða, að jafnaðarlega töldu miðaldaskrifarar sér vera
frjálst að breyta að geðþótta sínum, þegar þeir skrifuðu upp
texta á þjóðtungunum. Þessu er og svo farið um fornritin
íslenzku, þó að ekki eigi allir skrifarar hér óskilið mál og ekki
sé alveg sama, hvaða rit er um að ræða.
Ég er sannfærður mn, að þeir, sem skrifuðu Njálu upp,
fundu til ágætis hennar og fóru sér þess vegna hægara um
breytingar, enda hygg ég ósamræmi handritanna í þetta
sinn vera með minna móti. Um veruleg innskot er ekki að
ræða, að undan skildum nokkrum vísmn, sem ortar eru, laust
eftir að sagan er rituð, og varðveittar eru í nokkrum hand-
ritanna (,,aukavísumar“). Nokkuð kveður að styttingum í