Skírnir - 01.01.1952, Page 126
122
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
sumum yngri handritum, ekki svo mjög í vanalegu megin-
máli, enda hefur sagan í öndverðu verið gagnorð, heldur í
lagaformálum og því um líku, og er það skiljanlegt.
En þegar til minni háttar mismunar kemur, er hann vitan-
lega allmikill. Það er algengt, að útgefendur tali illa um skrif-
arana og heimsku þeirra. Auðvitað hefur skrifari, sem þarf
að flýta sér og þó skrifa vel, ekki tíma til að hugsa mikið út
í textann. Eigi að síður hygg ég víða mega sjá, að breytingar
verði oft af því, að villur hafi komizt inn í textann áður
eða skrifararnir hafi talið svo vera; þeir hafa þá reynt að
laga. Að jafnaði færist þá orðfærið fjær frumtextanum. En
mér virðist mega sjá, að sumir skrifararnir hafi við upp-
skriftir sínar öðlazt góðan smekk á sögustíl og verið allt annað
en kjánar. Ég hygg ritara 5 (eða forrits þess handrits) hafa
skoðað sig frekar sem drottin en þjón textans og hegðað sér
samkvæmt því: breytt að geðþótta símnn, en stílgáfu hefur
hann haft. Hér að framan nefndi ég dæmi um breytingar í
staðfræði, og sýnir það hugsun um efnið. Til gamans skal ég
nefna dæmi þess, að skrifarar hafi verið svo gripnir af efn-
inu, að þeir hafi ekki getað gert að sér að hreyta hnjóðsyrð-
um til vondra manna. Þegar segir frá aðförinni að Gunnari,
getur skrifari Oddabókar ekki stillt sig um að skrifa: skœkju-
synir um óvini Gunnars (7619). Þegar Valgarður grái deyr
og er heygður, hætir skrifarinn við: ok fari bannsettr (10736).
Loks þegar Mörður Valgarðsson gerir grein fyrir ráðagerð
sinni við Njálssonu eftir víg Höskulds Hvítanessgoða (11114),
hrjóta úr penna þessa skrifara orð, sem helzt virðast vera:
þurs œrulaus.
VIII.
I leitinni að frumtexta handrits þarf á að halda bæði
stílnæmleik og þekkingu á ritinu og samtíma þess. En vissu-
lega er þörf og kostur annarrar hjálpar. Smám saman hafa
menn lært af reynslunni, hvernig fara á að því að rekja sig
aftur til frumtexta, unz það var orðin sérstök vísindagrein;
á undan gengu þar guðfræðingar og klassískir málfræðingar,