Skírnir - 01.01.1952, Page 127
Skímir
Um handrit Njálssögu
123
en málfræðingar, sem fengust við þjóðtungurnar, komu á
hæla þeim. Þessir lærdómar koma nú hér að gagni.
Eftir að fengið hefur verið yfirlit handritanna, liggur næst
fyrir að flokka þau eftir skyldleika og reyna að skapa sér
mynd af ætterni þeirra.
Um handrit Njálu eru nokkrar athugasemdir í frumútgáfunni
1772 og latnesku þýðingunni 1809. En það er þó ekki fyrr en í
orðamun og vísnaskýringunum í útg. Konráðs Gíslasonar (1875
—89), að fram koma athugasemdir um handritin, svo að máli
skipti. Sumar athugasemdir Konráðs fóru fram hjá síðari fræði-
mönnum, en hefðu ella vakið athygli þeirra á staðreyndum,
sem þeir sáu ekki. Fyrstu ættarskrá handritanna kom Hans
Schnorr v. Carolsfeld fram með 1883 í bók þeirri, sem hann
og Karl Lehmann gáfu út undir nafninu Die Njálssage. Við
ættarskrá v. Carolsfelds styðst Jón Þorkelsson í rannsókn sinni
á handritum sögunnar (Nj. II, 1889), en leiðréttir þó sumt,
sem miður rétt var í niðurstöðum v. Carolsfelds. Næst kom
gagnrýni Finns Jónssonar (Om Njála, Aarboger for nordisk
oldkyndighed 1904); hann bendir á, að ættarskrár v. Carolsfelds
og Jóns Þorkelssonar séu samdar eftir talningu textabrigða, í
stað þess að meira máli hefði skipt, hve veigamikill orðamun-
urinn væri. Hann kveður og svo að orði, að skyldleiki hand-
ritanna hafi ekki verið enn ákveðinn nákvæmlega og verði
ef til vill aldrei.
Langt var siðan ég hafði séð, að hér var mikið verk að
vinna, en ég hefði þó án efa ekki lagt út í það, ef ekki hefðu
valdið því sérstakar ástæður. Fyrir nokkrum árum talaðist
svo til, að ég tæki að mér útgáfu Njálu fyrir Hið íslenzka
fornritafélag. Mér var fullljóst, að um tvennt var að velja,
hvað textann snerti. Annaðhvort var að taka lítt eða ekki
breyttan texta einhvers handrits eða einhvers útgefanda —-
eða að öðrum kosti leggja út í erfiða og þreytandi rannsókn.
Ég þóttist tilneyddur að taka siðari kostinn. Ég hef gert grein
fyrir þeirri rannsókn í kveri, sem ég ritaði á ensku, Studies
in the Manuscript Tradition of Njálssaga (Studia Islandica
XIII) — ég skrifaði um þetta á erlendu máli, af því að ekki
var von til, að allur almenningur hér á landi hirti um að