Skírnir - 01.01.1952, Page 129
Skírnir
Um handrit Njálssögu
125
Skrá Jóns Þorkelssonar:
henni fylgja, ef nokkur eru, Y-flokk, og Gráskinnu og hennar
fylgjendur Z-flokk. Foreldri hvers flokks fyrir sig nefni ég
*X, *Y og *Z, en um afstöðu þeirra hvers til annars hirði
ég ekki að sinni; það kemur til athugunar síðar.
X.
Eitt alkunnasta atriðið í flokkun fræðimanna á handritum
sögunnar er það, að Skafinskinna sé náskyld Gráskinnu og
þá af Z-flokknum. Það þarf ekki heldur langt að fara til að
finna rök fyrir því. Þegar í 3. línu, eftir að Gráskinna hefst,
stendur brúShlaup í henni og Skafinskinnu, boð í öðrum
handritum (249). Eða tökum kaflann í 7. kap., þar sem
Unnur er að segja föður sínum frá sambúð sinni og Hrúts;
þar eru fyrst þrjár vísur í Reykjabók, Kálfalækjarbók og
Oddabók, en vantar í Gráskinnu og Skafinskinnu; síðan
kemur í óbundnu máli nánari lýsing, og greinast tvær síðar-
nefndu skinnbækurnar mjög frá hinum. Eða í 12. kap., þegar
Ósvífur heimtar af Höskuldi bætur eftir son sinn og Hrútur
styður mál hans:
1210 9-12 pá setti Hpskuld dreyrrauðan ok mælti (talaði)
ekki npkkura hríð, Gráskinna, Skafinskinna; Hrútr þagði þá
nokkura stund, Reykjabók, Kálfalækjarbók, Oddabók.
Skyldleiki þessara tveggja bóka, Gráskinnu og Skafinskinnu,
er ómótmælanlegur.
En lítum á annan stað, t. d. í 73. kap. Þar er upptalning