Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 130
126
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
hinna ýmsu málsatriða, þegar Gizur hvíti sækir Gunnar um
víg Þorgeirs Otkelssonar, og segir þá, að Gizur lét bera lýs-
ingarvætti. Þá bæta Gráskinna, Möðruvallabók, Oddabók,
Bæjarbók við setningu: „en því eigi sakartökuvætti, at hann
var aðili“, en þessa setningu vantar í Skafinskinnu, Reykja-
bók, Kálfalækjarbók, 8 og y! Ef athugaður er orðamunur hér
á næstu grösum, verður sama ofan á: Skafinskinna er ólik
Gráskinnu, en sýnilega skyld Reykjabók eða öðrum handrit-
um X-flokksins.
Hversu má þetta vera?
Hér er ekki annað ráð vænna en fylgja texta Skafinskinnu
frá upphafi til enda. Það er fyrirhafnarsamt, en veitir árang-
ur. Og árangurinn er þessi: I 1.—66. kap. heyrir texti Skafin-
skinnu til Z-flokksins, en í 66.—115. kap. (þegar handritið
þrýtur) er hann af X-flokknum. Skýring þessa hlýtur að
vera sú, að Skafinskinna sé skrifuð eftir tveimur forritum,
og hafi annað verið af Z-flokki, hitt af X-flokki. (Þessa tvo
hluta Skafinskinnu nefni ég, þegar þarf, S1 og S2.)
Mönnum kann að þykja þetta einkennilegt, en í rauninni
er það ekki. Njála er nokkuð stór bók, það er lengi verið að
skrifa hana upp. Skafinskinnu-maðurinn skrifar í tómstund-
um sínum eftir handriti, sem hann fékk að láni. Tíminn líður,
eigandi lánshandritsins verður óþolinmóður, vill fá það aftur,
Skafinskinnu-maðurinn verður að skila því. Síðar tekst hon-
um að fá annað handrit að láni til að skrifa eftir; tilviljun
ræður því, að það er af öðrum flokki.
Auðvitað getur fleira valdið þessari textabreytingu, þó að
þessi skýring sé líklegust.
Þetta fyrirbrigði, að skipt sé um forrit, er áður kunnugt.
Jón Helgason hefur bent á það í hinni merkilegu rannsókn
sinni á bandritum Ólafs sögu helga, að þar séu nokkur dæmi
þessa. Líklegt þætti mér, að menn ættu síðar eftir að finna
ýmis önnur dæmi, einkum í stærri ritum.
Það var eins og skilningurinn á þessu opnaði hurð að
ókunnugu herbergi. Mörg handrit, sem áður voru óskiljanleg,
urðu nú nokkurn veginn ljós. Það varð aðeins að hafa fyrir
því að fylgja texta þeirra frá upphafi til enda.