Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 131
Skírnir
Um handrit Njálssögu
127
Brotin af Bæjarbók skiptust í þrjá hluta, Bbl, sem náði
yfir 38.—42. kap. og heyrði til X-flokksins; Bb2, 49.—82.
kap., af Y-flokki, og það sem eftir var, Bb3, sem hófst í 82.
kap. og endaði í 120. kap., af X-flokki.
Gráskinnuauki virðist ritaður eftir bók, sem skrifuð var
eftir tveim forritum. Gal, 13096—13265, 13816-61 og lítils
háttar textabrigði framar í bókinni er allt af X-flokki; Ga2,
13861—13951, 14125—15943 heyrir til Y-flokksins.
Sveinsbók nær aðeins yfir síðasta hluta sögunnar (með
eyðum þó). Samt skiptist textinn í tvennt; Svl, 131.—151.
kap., er af X-flokki; Sv2, 155.—157. kap., er af Y- eða Z-flokki.
Hér er yfirleitt ekki að ræða um blöndun textanna, heldur
hitt, að skipt sé um forrit. En auðvitað höfðu þessir skrifarar
tvö handrit, og er við búið, að á stöku stað sé leiðréttur annar
textinn eftir hinum, sérstaklega nærri „samskeytunum“, enda
er oft erfitt að vita með vissu, hvar þau eru nákvæmlega.
Býst ég við, að eitthvað sé meira af þessu en ég hef fest
hendur á.
Eitt dæmi þekki ég um það, að textum sé blandað veru-
lega, en það er í Oddabók. Henni má skipta í þrjá kafla,
01, 02 og 03; 01 virðist hreinn X-texti (1.—-19. kap.) og
03 sömuleiðis (142.—159. kap.). Aftur á móti er 02 (20.—
142. kap.) aðallega Y-texti, en ekki hreinn, því að textabrigði
úr X koma hér iðulega fyrir, þar á meðal aukavísurnar,
sem aðeins eru í þeim handritaflokki. Játa skal ég, að ég er
ekki handviss um nema vandamál þessa handrits sé enn
flóknara en þetta.
1 þessum fimm handritum, sem öll eru ung, er skipt um
flokk. Munur flokkanna er svo mikill, að slíkt fær ekki dul-
izt. Hitt er alveg undir hælinn lagt, hvort nokkur yrði skipt-
anna var, ef forritin væru bæði af sama flokki.
XI.
Skinnbrotin, sem hlotið hafa grísku nöfnin, hefur Jón Þor-
kelsson kannað, og er enginn efi á, að þau fylla öll X-flokk-
inn. Ég hef reynt að ákveða þau nánar, og kem ég að því