Skírnir - 01.01.1952, Page 133
Skírnir
Um handrit Njálssögu
129
Þegar öll þessi handrit eru samsaga, hafa þau án efa frum-
textann (hér verður að taka undan réttritun og ungar orð-
myndir); séu tvö saman móti einu, hafa þau jafnaðarlega
texta *X (meirihlutareglan).
Setjum nú svo, að handritið *S (nú glatað) sé skrifað upp
af tveimur mönnum; annað eftirritið, V, er varðveitt, hitt,
*X, er glatað, en af því voru gerð þrjú eftirrit, *A, *B, C;
*A og *B eru nú týnd, en frá þeim eru komin 10 handrit;
eftir C er gert eitt eftirrit, Ci, sem varðveitt er. Svo framar-
lega sem C er heilt, er Cj marklaust. — Þá eru af X-kvíslinni
11 sjálfstæð handrit, en af V-kvíslinni aðeins eitt. Eigi að
síður hafa 11 handritin ekki meira atkvæðamagn en V eitt,
því að þau veita aðeins vitneskju um X-textann, og standa
þá tvö handritin, *X og V, hvort á móti öðru og verða að
metast eftir gæðum.
Hugsum okkur loks, að eftir handritinu *S (glötuðu) hafi
verið gerð tvö eftirrit, *X (glatað) og V (varðveitt), en af
*X séu tvö varðveitt eftirrit, A og B.
*S
*X V
A B
Þegar A og B eru samsaga, er það X-textinn; sé *X og V
samsaga, er það frumtextinn. En samkvæði V og A eða V
og B er líka að öllum jafnaði frumtextinn.
XIII.
Ættarskrár Z- og Y-flokksins eru auðveldar viðfangs. Ekki
virðist ástæða að efa, að Gráskinna sé eftirrit *Z. Skafin-
skinna er öld yngra handrit; vel má vera einn milliliður
milli S1 og *Z, en eins líklegt finnst mér þó, að S1 sé skrifuð
beint eftir henni. S1 er gott handrit, þó að Gráskinna sé enn
betra.
*Z
Gr
S1 Sv2(?)
9