Skírnir - 01.01.1952, Page 134
130
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Ættarskrá Y-handritanna er ögn flóknari:
#Y
M yx Ga2
02 Bb2
Því miður eru 02 og Ga2 ekki samferða nema lítinn spöl,
en ekkert bendir á nánari skyldleika en hér er gert ráð fyrir.
Vel má vera, að fleiri milliliðir séu milli #Y og 02, Bb2, Ga2
en hér var sýnt (á það ekki sízt við um 02 og Bb2), enda eru
allar þessar skinnbækur ungar.
Elzt og langbezt þessara handrita allra er M. Oft koma þó
hin handritin að liði; stundum með samkvæði við M, og
merkir það, að um Y-textann er að ræða; á stöku stað má
leiðrétta M, þegar hin handritin eru samsaga handritum af
öðrum flokkum (marklaust er þó, þegar 02 er samsaga við
X, það geta verið áhrif frá þeim flokki).
XIV.
X-flokkurinn er miklu verri viðfangs en hinir, en stautið,
sem ég hafði við einstök handrit hans og hann í heild, var
þó vel launað að lokum.
Allar útgáfur hafa stuðzt fyrst og fremst við Reykjabók,
enda er það yfirleitt mjög fallegur texti. Konráð Gíslason lét
sér þó ekki vera svo markaðan bás, að ekki tæki hann fullt
tillit til annarra handrita, og hirti hann þá ekki rnn skyld-
leika þeirra, heldur hitt, hve góður honum þótti textinn.
Hann tók allmikið úr Möðruvallabók og Gráskinnu. En það
var eftirtektarvert, að hann tók iðulega texta úr sumum
brotum X-flokksins. Sérstaka athygli mína vöktu þar hand-
ritin ð og Sveinsbók.
Allir vita, hve næmt eyra Konráð Gíslason hafði á íslenzku.
Það virtist ekki ráðlegt að fara athugunarlaust fram hjá þessu.
Ég skal ekki rekja, hvaða leið ég fór í þessari rannsókn,
en niðurstaðan var þessi:
Skinnbrotið 8 reyndist náskylt brotunum y e 'ý enn fremur