Skírnir - 01.01.1952, Page 136
132
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
þó telja, að öll þessi handrit séu af x^-kvíslinni, og skiptir það
mestu.
Um önnur brotin er það að segja, að r] og i virðast komin
af *xu án þess auðvelt sé að tilgreina nánar skyldleika þeirra;
x er skyldast Kálfalækjarbók, (i skyldast Reykjabók; a og (3
fylla X-flokkinn, nánari skyldleiki óviss.
Mönnum kynni að þykja, að nú væri nóg komið, þetta
væri orðið nógu margbrotið. En þó er nokkuð eftir enn. Hér
að framan voru nefnd dæmi þess, að skipt væri um forrit.
Það var tiltölulega auðfundið, vegna þess að forritin voru
ekki af sama flokki. En hvað nú, ef tvö væru forrit handrits,
bæði af X-flokknum? Hæpið er, að textaskiptin fyndust nema
þá helzt, ef annað handritið væri úr Xj-kvíslinni, hitt úr
hinni. Slík textaskipti held ég eigi sér stað bæði í Kálfalækjar-
bók og Reykjabók.
Svo er mál með vexti, að í fyrstu 37 kapítulum Reykja-
bókar eru allar aukavísurnar, og er textinn mjög líkur texta
Kálfalækjarbókar. Þó að þetta megi skýra á fleiri vegu, virð-
ist mér hendi næst að gera ráð fyrir, að Reykjabók sé hér
skrifuð eftir #x3, alveg eins og Kálfalækjarbók. Þennan hluta
hennar (1.—38. kap.) nefni ég Rl. Nú tekur við kafli í
Reykjabók, sem endar einhverstaðar í 116.—120. kap.; er
textinn hér frábrugðinn x^-textanum og allar aukavísur vant-
ar í Reykjabók (þær eru skrifaðar á spássíu og aftan við
með annarri hendi); af þessu ræð ég, að farið sé beint eftir
#X. Þennan hluta nefni ég R2. —- En einhvern tíma í 116.—
120. kap. breytist texti Reykjabókar svo, að hann verður nú
aftur og aftur samsaga t, og Gal, og virðist það ekki verða
skilið öðruvísi en svo, að hún sé hér skrifuð eftir einhverju
Xi-handriti. Þennan hluta þess nefni ég R3, og virðist hann
ná til 140. kap., en þaðan af (R4) virðist Reykjabók ekki
af xt -kvíslinni, heldur skrifuð eftir X eða öðru eftirriti af
því. — Einkennilegt er, að einmitt á álíka stað og Reykjabók
færist yfir í x^-kvíslina, virðist Kálfalækjarbók hverfa út úr
henni og vera utan hennar, það sem eftir er sögunnar.
Ég rifja upp: R1 nær yfir 1.-—38. kap.; R2 39—116/120; R3