Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 138
134
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
I leitinni að skyldleika *X, *Y og *Z nægir ekki, þó að í
ljós komi, að tvö þeirra hafi sama góða textann; það getur
stafað af því, að frumtextinn sé svo vel skrifaður upp í þeim.
Hitt sker úr, ef tvö þeirra hafa mikið af sameiginlegum vill-
um.
Ég skal ekki fara hér að þylja upp dæmi, aðeins gera grein
fyrir niðurstöðunni. Nákvæmur samanburður leiddi í ljós,
að *Y og *Z hafa heila runu af villum saman og hljóta því
að vera eftirrit handrits, sem staðið hefur milli þeirra og
frumrits. Þetta handrit má kalla *V. Skrifara þess handrits
hljóta að vera að kenna allar þær villur, sem *Y og *Z eru
samsaga um, en ekki eru í *X. Ættarskráin er því hér:
*A
*X *V
*Y *Z
Með *A á ég þá við archetypus eða eddu, formóður, allra
hinna varðveittu handrita.
1 næsta kafla verður það athugað, þegar *X og *V greinir á.
Ættarskráin hér fyrir ofan sýnir, að þegar *X er samsaga *Y,
er það *V-textinn (og frumtextinn), og orðamunur, sem *Z
hefur þar, er ekki upphaflegur, stafar frá skrifara *Z. Á
sama hátt má ákveða breytingar í *Y, þegar *X og *Z eru
samsaga móti henni. Veitir þetta þá nokkuð örugga vitneskju
um þessi tvö handrit, *Y og *Z.
Yfirleitt má segja, að þau hafi hæði verið góð, þó að frá-
vik frá *V séu í þeim við og við. Er það nokkuð á víxl. Þó
held ég skrifari *Z hafi gert öllu meiri breytingar. Miklu
af þeim virðist tilviljunin valda. Þrenns konar breytingar
stafa þó af ákveðnum ástæðum, sem festa má hendur á.
1) Ættartölur sögunnar rekast stundum á ættartölur Land-
námu. Þessu hefur skrifari *Z veitt athygli og gert breyt-
ingar samkvæmt Landnámu á stöku stað. 1 vísum Kristni-
þáttar Njálu er stimdum orðamunur, sem helzt verður skýrð-
ur á þann hátt, að texti *Z hafi verið leiðréttur eftir Kristni-
sögu. Er því líklegast, að þessi skrifari hafi þekkt Landnámu
og Kristnisögu saman.