Skírnir - 01.01.1952, Síða 139
Skírnir
Um handrit Njálssögu
135
2) Skrifari *Z hefur þekkt eitthvað töluvert til í Noregi
(og betur en höfundurinn), og lagfærir hann orðalag aftur
og aftur samkvæmt því.
3) 1 Z-handritunum, að minnsta kosti framan til í sögunni,
verður þess vart, að skrifari *Z hefur fundið meira til ljóma
og tignar konunganna en aðrir skrifarar hafa gert.
XVI.
Loks eru þá vitnin um textann orðin tvö, *X og *V, og
veit ég ekkert mæla gegn því, að þau séu bein eftirrit eddu
eða formóður allra handritanna.
Furðanlega víða eru þessir textar samkvæða, og er enginn
efi á, að bæði þessi eftirrit hafa verið gerð af mikilli vand-
virkni. En stundum greinir þau á, og þá dugir ekki lengur
líkindareikningur sá, sem hægt er að hafa, séu handritin
fleiri. Það verður að reyna að meta, og fer það þá eftir mat-
speki og getspeki, hvort rétt verður niðxn-staðan.
Mjög algengt er það, þegar menn hafa tvo texta, tvö vitni,
að þeim hættir við að taka annað algert fram yfir hitt, verja
það þá í líf og blóð, en finna hinu allt til foráttu. Þetta stafar
af hinni eðlisbundnu hneigð mannshugans að einfalda hið
flókna, finna fasta reglu í ringulreið veruleikans. En hér
skyldu menn hafa í huga hið fornkveðna orð: humanum est
errare, það er háttur mennskra manna, að þeim skjátlist. Ef
tveir menn skrifa upp sama textann, eru líkurnar meiri til,
að hvorug uppskriftin sé með öllu villulaus, þó að vera megi,
að þær séu ekki jafnar.
Ef leitað er að villum, má vissulega finna þær í háðum,
*X og *V. En í hvorugu eru þær vonum meiri, og bæði hand-
ritin virðast hafa verið mjög álitleg. Og furðu-víða eru þau
samsaga.
Mundi vera hægt að finna nokkurn mun á texta þeirra,
mun, sem ekki væri einber tilviljun? Svo er. Töluvert kveður
að því, að *X sé stuttorðara en *V. Að vísu kveður ekki svo
mjög að þessu, að ég teldi rétt að tala um tvær gerðir, en eigi
að síður er þetta þó greinilegt, einkanlega framan til í bók-