Skírnir - 01.01.1952, Side 140
136
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
inni. (Þegar á líður, er mjórra á mununum, og lobs held ég
*X hafi betur, þ. e. að textinn sé ögn styttur í *V.)
Fljótt á litið er ekki svo auðvelt að greina, hvort heldur er,
að *X sé stytt eða *V lengt. Ef *X er stytt, er það gert af
mikilli fimi, ef #V er lengt, er það líka gert af hagleik.
Á síðari tímum hefur komið í ljós, að það er allalgengt,
að íslenzkar sögur séu styttar í eftirritum. Ég mundi þó
ekki telja ráð að dæma hér eftir álíkum. Hverja sögu verður
að dæma út af fyrir sig.
Það má heita heldur erfitt að fá föst tök á þessu, að því er
kemur til *X og *V. Þó held ég gaumgæfileg athugun gangi
*V í vil. Ég nefni sem dæmi, að mismunur er oft, þegar
sagt er frá ferðalögum; efni er lítt fellt niður í *X, en orðalag
*V orkar þannig á ímyndunaraflið, að vegalengdir eru ljósari
í hennar frásögn. Stundum eru þá færri örnefni í *X, og er
það með þeim hætti, að auðveldara er að skilja, að þeim
væri fækkað í *X en fjölgað í *V. Loks má finna þess dæmi,
að *X sé fáorðara en *V i kapítulalok. Séu öll dæmi dregin
saman, hygg ég niðurstaðan verði, að í *X muni textinn
'styttur. (Hér eru síðustu kapítularnir teknir undan.)
Þessi niðurstaða kemur að nobkru heim við texta Konráðs
Gíslasonar og Finns Jónssonar. Þó að þeir hafi báðir texta
Reykjabókar að undirstöðu, skjóta þeir aftur og aftur inn
orðum úr V-handritunum. Sýnir þetta, að Konráði hefur þótt
sá texti betri á köflum og að Finni hefur þótt hann upp-
haflegri á þessum stöðum.
XVII.
öll rök hníga að því, að handritin *X og *V hafi bæði
staðið mjög nærri frumriti sögunnar. Er hugsanlegt, að þau
séu skrifuð eftir því, eða þarf að gera ráð fyrir millilið? Er
hægt að gera sér í hugarlund, hvernig frumtextanum hafi
verið háttað? Rök um þetta tvennt er að finna í sömu fyrir-
brigðunum, villum og vafasömum textastöðmn í handritun-
um, sem rekja má aftur til *X og *V.