Skírnir - 01.01.1952, Síða 141
Skírnir
Um handrit Njálssögu
137
Á stöku stað í sögunni eru villur í öllum handritum og ekki
annað ætlandi en þær hafi verið bæði í *X og *V og þá í
forriti þeirra. Sumar eru með þeim hætti, að vel mætti hugsa
sér þær ritvillur höfundarins. Á öðrum stöðum eru villur,
sem skrifara þarf til að gera, að því er mér virðist. f 97. kap.,
frásögninni um fimmtardóm, er textinn áreiðanlega skörð-
óttur, en handritin eru nokkurn veginn samsaga. Af þessum
skrifaravillum þori ég þó ekki að álykta, að milliliður sé milli
frumrits og *X *V, þótt slíkt sé engan veginn óhugsandi;
væri þetta þá svo að skilja, að höfundurinn hefði ekki gert
annað en það, sem nú mundi kallað uppkast, en milliliðurinn
væri hreinskrift annars manns. En vera mætti líka, að höf-
undurinn hefði á stöku stað sagt fram textann, en látið annan
skrifa. Treysti ég mér ekki til að ákveða þetta nánar að svo
komnu, nema hvað ég tel víst, að í þeim texta, sem *X *V
hafa farið eftir, hafi verið skrifaravillur.
Ýmsar líkur má leiða að sérstökum atriðum frumtextans,
ef hin varðveittu handrit eru athuguð.
Mannanöfn eru vanalega skammstöfuð í handritum, og
benda villur á stöku stað á það, að svo muni einnig hafa
verið í frumtextanum.
Orð sem ‘mælti’, ‘segir’ (sagði), ‘svarar’ (svaraði), ‘spyrr’
(spurði) eru oftast skammstöfuð í handritum; mikill rugling-
ur er um það, hvar þau eru sett og hver þau eru; væntanlega
hafa þau verið skammstöfuð mjög oft í frumriti.
Fyrir kemur, að hlutar af lagaformálum séu skammstaf-
aðir; þeir eru og mis-fullir í handritum; má vera, að þeir
hafi stundum verið skammstafaðir í fnunriti.
Eins og fyrr var sagt, er texta 97. kap. mjög ábótavant, og
fer varla hjá, að hann hafi í öndverðu verið ógreinilega og
flausturslega skrifaður.
Villur í ættartölum og ýmsar aðrar villur kunna stundum
að skýrast á svipaðan hátt.
Finnur Jónsson hefur hent á ýmsa formgalla í sögunni.
Ég legg að vísu ekki eins mikið upp úr þeim og Finnur gerði,
en hitt mætti vera, að þeir bæru vitni um allmikinn hraða,
þegar sagan er samin.