Skírnir - 01.01.1952, Page 142
138
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Allt virðist mér mæla með því, að sagan muni í öndverðu
rituð fljótt, undir áhrifmn innblástursins, á köflum miður
greinilega, ef til vill með leiðréttingum, en höfundurinn hafi
naumlega skilið við söguna hreinskrifaða, eins og nú mundi
kallað.
XVIII.
Sagan hlýtur að hafa orðið brátt kunn og vakið mikla at-
hygli. Fyrst eru skrifuð eftirritin *X og *V, síðan koma *xj
og #Z, og verða þessi handrit öll að vera rituð fyrir 1300.
Ef tilgátan um *x2 og *x3, eftirrit af *x1; er rétt, yrðu þau
tvö handrit líka að vera eldri en 1300 eða að minnsta kosti
ekki miklu yngri. Aftur á móti takmarkast *Y aðeins af
Möðruvallabók, sem ekki er ástæða að ætla ritaða fyrir 1330.
Furðu gegnir, hve mörg handrit eru skrifuð á fyrstu ára-
tugum 14. aldar, því að þau eru fleiri en nú eru varðveitt.
Eflaust hafa þar stundum verið að verki atvinnuskrifarar,
sem tóku kaup fyrir að skrifa upp söguna. Erlendis voru stund-
mn mörg eintök skrifuð í einu í sérstökum „skrifstofum“
(scriptoria), sem voru eins konar prentsmiðjur þeirra tíma.
Ef um slíkt væri nokkurstaðar að ræða í varðveizlu íslenzkra
fornrita, þá væri þess helzt að leita í handritum Njálu, eink-
um í X-handritunum.
Þróun textans verður í stórum dráttum skýrð svo sem
lýst var hér að framan, en auðvitað eru vafaatriði á ýmsum
stöðum. Einkennilegt er, að Gráskinna og Oddabók eru stund-
um samsaga móti Möðruvallabók, þegar hún kemur heim
við Reykjabók eða önnur handrit X-flokksins. Mjög mörg
dæmi má finna um samsvörun milli Gráskinnu og 8 eða
annarra skyldra handrita. Hlýtur hér að vera að ræða um
einhver sérstök tengsl, því að þessi handrit eru annars hvert
af sínum flokki.
Það ber við á stöku stað, að Gráskinna eða Möðruvallabók
hafi texta, sem ber af, en ekki fær stuðning annarra hand-
rita, og er vant að skýra það. Naumlega er gerandi ráð fyrir
þvi, að þar sé stuðzt við neinar gamlar aukaheimildir (við
hlið #Z eða #Y). öðru máli gegnir um leiðréttingar þær, sem