Skírnir - 01.01.1952, Page 151
Skírnir
Um handrit Njálssögu
147
viljunin einber. I 9613 mætti líka vera villa í *Xj. Orðið
‘vagninn’ 9867 er unglegra en ‘vagarnar’, sem hin handritin
hafa. „Ógm-legri“ 119130 er auðsæilega rangt. Eitthvað af
breytingum í *x: hygg ég vera einfaldar skrifaravillur. En
obbinn af dæmunum hér að framan er annars kyns, þar er
bætt um í *X!. Stundum smávægilega, en oft af miklum
næmleik, svo að slíkt gerir enginn nema mikill listamaður.
Vitanlega þarf að bera staðina vandlega saman til að meta
þetta að verðleikum, og til þess er ekki rúm hér; mönnum
þykir skráin hér á undan sjálfsagt meira en nógu löng. Inn-
skotið 3814-15 „hann var sonr Svans laungetinn“ birtir sama
yndi af smáatriðum veruleikans sem svo víða kemur fram
í sögunni. Orðið „bóndi“ 5325 eykur vel, og þó á hófsaman
hátt, við háð Skammkels. Viðbótin „son minn“ 7735 í orðum
Rannveigar til Gunnars er svo góð, að sárt er án að vera í
textanum. Á mörgum stöðum er að ræða um nauðsynlegar
leiðréttingar, eins og „fóstra minn“ 9270 í stað „frænda minn“
um Þórð leysingjason, eða þegar Valgarði gráa er kippt burt
úr hópi þeirra, sem berjast móti kristninni (10220-21). Ein-
hver ágætasta Xi-viðbótin eru orð Njáls: „hefi ek lengi væru-
gjarn verit“ 12972-3, og eru þau kórónan á þeirri snilld, sem
kemur fram í frásögninni á þessum mikla atburði, sem er
kjarni sögunnar. Orð Bjarnar í Mörk, sem bætt er við í
150° 6~7, eru alveg jafn-hnitmiðuð og annað, sem frá honum
er sagt í sögunni, og mundi þó flestum skrifurum hætta við að
ýkja. Sama máli gegnir um viðbótina: „fyrir mágsemðar sok-
um“ 150106. Sá listarskilningur, sá næmleikur, sú hófsemi,
sem kemur fram í mörgu af þessu, er svo mikil, að erfitt er
að verjast þeirri hugsun, að mest af þessu sé komið frá meist-
aranum, höfundi sögunnar sjálfum. En hversu mætti það
vera?
Meðal Xi-breytinganna eru villur, og villur X-handritsins
ganga aftur í þessum handritum. Af því verður að telja mjög
ólíklegt, að höfundurinn hafi sjálfur skrifað *x^ frá upphafi
til enda. Vera mætti, að skrifari *x^ hefði haft tvo texta, X
og annan, sem varðveitti einhvem veginn texta höfundarins