Skírnir - 01.01.1952, Side 152
148
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
(uppkast eða handrit skrifað eftir því e. þ. h.), en það er ekki
líklegt, að neinn skrifari á þessum tima gerði svo smásmugu-
legan samanhurð sem til breytinganna þyrfti.
Af þessu þykir mér likara, að höfundurinn eigi þátt i þessu
handriti. Þó að hann hefði ekki skrifað það sjálfur, gat hann
verið nær staddur og leiðrétt munnlega, um leið og skrifað
var. Eða hann leiðrétti á eftir, munnlega eða skriflega, og
hefðu þá leiðréttingarnar verið á spássíu eða milli lína. Hefði
þá farið hér dæmislíkt og um textann í Werthers Leiden
eftir Goethe. Fyrst var sú bók prentuð 1774, auðvitað eftir
handriti Goethes, og hlaut bókin mikla frægð og útbreiðslu.
Goethe gerði töluverðar breytingar á sögunni síðar, þegar
hún var gefin vit í safni af ritum hans 1787, en til þess notaði
hann margranga uppprentun sögunnar, og gætti hann þess
ekki að lagfæra þær villur, um leið og hann gerði breytingar
sínar.
Ég vil að svo komnu ekki fullyrða neitt um það, hvort
höfundur Njálu hafi heldur lagt til breytingar sínar munn-
lega eða skriflega, en ég er fús að trúa því, að þær hafi verið
skrifaðar á spássiu eða milli línanna. Ástæður mínar eru
þessar: Það her stundum við, að merkileg textabrigði, sem
mættu vera x^-lciðréttingar, koma fram í sumum Xj-hand-
ritanna, en ekki öllum. Gott dæmi er það, þegar „eiða“
130118 er aðeins í 'GGal, en ekki í R (sátt), shr. K, Y: sættir,
og gæti þá ástæðan verið sú, að á öðru eftirriti af *xx hefði
verið farið eftir upprunalegum texta (R), í hinu eftir leið-
réttingunni (£Gal). Allmörg dæmi slíks ósamræmis í hand-
ritum Xi-deildarinnar mætti nefna. Eflaust má þá stundum
eigna það breytingum í *x2, á öðrum stöðum breytingum í
síðari handritum (einkum 8), en stundum kynni ástæðunnar
vera að leita í mismunandi meðferð á orðamun í *Xi. Fáein
dæmi, sem kynni að mega skýra þannig, skal ég velja úr
textabrigðum innan þessarar kvíslar:
3gii3-i4 e]gi þurfa mín at slíku M, Z (smá-orðamunur);
ekki mín at slíku þurfa RK; ekki mín þurfa at því at kosta
(smá-orðam.).