Skírnir - 01.01.1952, Page 154
150
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
XIX.
Að lokum vil ég reyna að gefa lesendum hugmynd um
texta grundvallaðan á þeim rannsóknum, sem gerð hefm1
verið grein fyrir. Samkvæmt þeim er það jafnaðarlega fnrm-
texti (eða nákvæmar tiltekið archetypus), þegar X og V, X
og Y eða X og Z eru samsaga. Er hann prentaður með vana-
legu meginmálsletri. Stundum eru X og V andstæð, eða sum
handrit X og V eru í andstöðu við önnur handrit sömu flokka,
án þess að unnt sé að fullyrða, hver handritin hafi meira
vald samkvæmt ættarskrá (hér eru t. d. hinar einkennilegu
samsvaranir Gr og x2-handrita). Loks má sundurþykki hand-
ritanna vera enn meira; í öllum þessum tilfellum er tekinn
upp í meginmál sá texti, sem líklegastur þykir, skáletraSur,
en orðamunur allur er þá tilgreindur. Stundum leikur ekki
vafi á orðum, en þó orðaröð, og er þá gleiðletrað. Vand-
lega er tekið upp neðanmáls allt það, sem ætla má, að séu
Xx-leiðréttingar, svo og aðrir merkir leshættir handrita, sem
í má felast gagnrýni textans eða lagfæringartilraunir; er þá
sett *stjarna á þeim stað í meginmáli.
Með þessu er reynt að sýna, hvað telja má, að vitað sé, og
hvað óvissara um hinn elzta texta, svo og x^-leiðréttingar og
annað því líkt. Kaflinn, sem valinn er, er inni í sögunni, þar
sem gnógt er handrita. Auðvitað er miklu meira óvíst í upp-
hafi sögunnar, þar sem skortir vitni um Y-textann, og í enda
hennar, þar sem ekki er lengur Z-texti til samanburðar.