Skírnir - 01.01.1952, Síða 157
STEFÁN EINARSSON:
ÁTTATÁKNANIR ! ÍSLENZKU NÚ Á DÖGUM
Tæplega mun finnast flokkur orða í nútíðarmáli íslenzku,
er sýni meiri mállýzkumun en áttatáknanir: atviksorð, for-
setningar, en einkum nöfn höfuðáttanna: norSur, suSur, aust-
ur og vestur.
Til dæmis vil eg fyrst taka, hvernig þessi orð voru notuð
heima í minni sveit, Breiðdal, en sá dalur gengur nálega frá
suðaustri til norðvesturs á suðausturströnd Islands.
1 Breiðdal voru austur og suSur andstæður; stæði maður
á norðausturbakka árinnar, varð að fara suSur yfir hana, en
austur yfir til baka. Á svipaðan hátt var farið suSur yfir
BerufjarSarskarS, en austur yfir ReindalsheiSi, og síðan urðu
menn að koma sunnan yfir SkarS, austan yfir ReindalsheiSi.
Menn fóru austur til fjarðanna fyrir norðaustan og norðan
Breiðdal: austur í StöSvarfjörS, FáskrúSsfjörS, austur á ReyS-
arfjörS, NorSfjörS, SeySisfjörS, jafnvel austur á VopnafjörS,
þó að oftar væri ef til vill sagt norSur á VopnafjörS. SuSur var
aftur á móti notað um ferðir til allra sveita fyrir suðvestan
og vestan Breiðdal (SV, SVV og V): suSur á Djúpavog, í
ÁlftafjörS, Lón, HornafjörS, á SiSu, í Rangárvallasýslu, til
Reykjavíkur, í BorgarfjörS. NorSur var haft um sveitir fyrir
norðan og norðvestan Breiðdal: norSur á VopnafjörS, á Langa-
nes, á Akureyri, í EyjafjörS, SkagafjörS, Húnavatnssýslu og
á Strandir. Vestur var mjög sjaldan notað, en þá helzt um
að fara vestur á VestfirSi, vestur á land, vestur á Snæfells-
nes, en alltaf suSur í BorgarfjörS (vestur).
Lesandinn mun taka eftir því, að milliáttunum er með öllu
sleppt úr þessu kerfi, og skýrir það, hvers vegna höfuðáttirnar
eru togaðar sem hrátt skinn í því.
Yzt er Breiðdalur einn og óskiptur, en ofar greinist hann