Skírnir - 01.01.1952, Side 158
154
Stefán Einarsson
Skírnir
í tvo dali, er nefnast SuSurdalur og NorSurdalur (ekki Aust-
urdalur, eins og búast mætti við af málvenjunni). Og í
samræmi við þessi nöfn er sagt: að fara af bæjum í Suður-
dal norSur í NorSurdal, en sagt er bæði að fara norSur og
austur yfir JórvíkurskarS um skarðið, sem verður milli dal-
anna. Þessi nöfn kynnu að benda til þess, að málvenjan
norSur: suSur væri eldri en austur: suSur í dalnum.
Um ferðalög eftir endilöngum dölunum var mest haft
út: inn, en stundum, einkum um Norðurdal, upp : ofan;
sennilega af því að Norðurdalur er meiri fjalldalur, þrengri
og brattari en Suðurdalur. Þannig er farið frá Þorgríms-
stöðum, innsta bæ í Suðurdal, út aS Eydölum og öfugt frá
Eydölum inn aS ÞorgrímsstöSum, en frá Eydölum upp aS
ÞorvaldsstöSum, innsta bæ í Norðurdal. Oftast mun líka sagt
að fara upp á NorSurdal, en inn í SuSurdal (en upp á SuS-
urdal er líka til).
Þegar farið er um heiðamar upp úr Suður- og Norðurdal,
er komið upp í Skriðdal, sem er næst Breiðdal af sveitiun
Fljótsdalshéraðs, en það liggur, sem kunnugt er, frá suðvestri
til norðausturs (eða suðri til norðurs) að baki Austfjörðum
öllum. í Breiðdal er kallað að fara upp í SkriSdal, upp á
HéraS, upp á Jökuldal (líka norSur á Jökuldal). Að vera
uppi á (eða í) HéraSi heitir líka að vera í efra (< iS efra),
en að koma þaðan: að fara ofan í BreiSdal (ofan í FförSu eða
ofan yfir). Héraðsbúar tala líka um að fara suSur í BreiS-
dal, en ofan á ReySarfförS, og þegar þeir em komnir ofan
yfir, þá eru þeir í neSra (< iS neSra).
Auk inn er frarn notað í sömu merkingu, en helzt, að því
er virðist, um stuttar vegalengdir. Þar sem tvíbýli er á bæj-
um, er sá bærinn, sem inn veit í dalinn, oft kallaður fram-
bær, hinn útbœr. Þetta kemur líka fram í bæjanöfnum:
Fram-Kleif eða Innri-Kleif til aðgreiningar frá Ytri-Kleif.
Áttimar frá ánni í dalbotninum upp á fjallseggjarnar og
öfugt heita upp : ofan (sjaldnar niSur). Má hnýta þeim við
áttirnar út: inn, og koma þá fram ýmsar samsetningar: inn
og upp, fram og upp, inn og ofan, út og ofan, út og niSur,
út og upp o. s. frv.