Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 159
Skírnir
Áttatáknanir í islenzku nú á dögum
155
Þá er að minnast á áttatáknanir í sambandi við veðrið. 1 því
sambandi eru notaðar eigi aðeins höfuðáttirnar: norfiari, sunn-
an, austan, vestan, heldur einnig milliáttirnar: norÖaustan,
suðaustan, suövestan, norSvestan. En auk þess er notað um
þessar milliáttir: landnorSan, landnyrSingur, landsunnan,
landsynningur, útsunnan, úrsynningur (út-) og útnorSan, út-
nyrSingur. En þessi eldri nöfn eru fremur sjaldan notuð og
þá ef til vill helzt að vetri til um illviðri. Auk þess má vera,
að menn ruglist stundum í þessum gömlu áttatáknunum, sem
væri ekki kyn, því að þær eru eins þveröfugar við staðhætti
á Austfjörðum og þær eiga vel heima á Vesturlandi, en upp-
haflega eru þær myndaðar á vesturströnd Noregs og hafðar
út hingað af landnámsmönnum. En úr því þetta gamla átta-
kerfi hefur lifað við alveg öfuga staðhætti á Austfjörðum,
þá væri eklri ólíklegt, að eitthvað fleira af hirium einkenni-
legu áttatáknunum, sem nú finnast víða um land, gæti
verið af gömlum toga spunnið og þá ekki sízt notkun átta-
táknanna: norSur, suSur, austur, vestur og út, fram, inn, upp
og ofan.
1 mállýzkulýsingu af AustfförSum1) hafði eg hent á þetta
og lýst málvenjunni, eins og eg kannaðist við hana á Aust-
fjörðum og nágrenni þeirra. Andstæðurnar austur: suSur eru
—■ eins og í Breiðdal — algengar frá Fáskrúðsfirði2) að
norðan (,,austan“) suðvestur í Hornafjörð eða jafnvel Suður-
sveit. Þó segja Homfirðingar upp (ekki austur) í Lón. Og í
Hornafirði — Suðursveit finnast austustu angarnir af mál-
venju, sem nær þaðan alla leið vestur á land: að nota út í
merkingunni vestur. Þannig segja Hornfirðingar út eða suSur
á Mýrar, í örœfi, á SíSu. Merkingin út — vestur verður al-
geng, þegar komið er vestur í öræfi og allt þar fyrir vestan.3)
1) Journal of English and German Phil. 1932, xxxi, 554—556.
2) KSlund 11,254 styður þetta, en í 11,211 telur hann málvenjuna
til norður í Loðmundarfirði.
3) Kálund I, 187 getur málvenjunnar í sambandi við Ytri-Hrepp;
sbr. og Ytri-: Eystri-Hóll í Landeyjum; Út-: Inn-HlíS (o: Fljótshlíð);
Ytri-: Eystri-Rangá.