Skírnir - 01.01.1952, Síða 160
156
Stefán Einarsson
Skímir
En Landnáma ber þess ótvírætt merki, að þessi málvenja var
algeng á Suðurlands-undirlendinu, eins og hún var, og að
sjálfsögðu algeng á öllu Vesturlandi, þar sem „vestur“ þýddi
líka út til sjávar. Hugsanlegt er, að málvenjan hafi upphaf-
lega verið takmörkuð við Suðurlandsundirlendið; og hefði hún
þá getað breiðzt þaðan austur í Vestur-Skaftafellssýslu frá
Eyrarbakka á velmaktardögum verzlunareinokunarinnar, 17.
og 18. öld, þótt kaupsvæði Eyrarbakka næði raunar ekki
austur í öræfi, því að öræfingar áttu að sækja á Djúpavog.
Vitni um málvenjuna í Vestur-Skaftafellssýslu bera nú ör-
nefnin Út-SíSa: Austur-SiSa; enn fremur er kallað fyrir ut-
an Ey og fyrír austan Ey á Mýrdalssandi.1)
Vegna þess að hvergi með allri suðurströndinni er hægt
að nota út sem andstæðu inn (þar til komið er vestur um
land), þá hefur fram fyllt stað þess í merkingu, sem er þver-
öfug við það, sem gerist í Breiðdal og á öllu Norðurlandi, þar
sem fram = inn. Þessi sunnlenzka mei'king: fram = „út til
sjávar“ —■ er sennilega algeng frá Hornafirði eystra (eða a.m.
k. SuSursveit) vestur undir Hellisheiði. Sbr. örnefnin Fram-
brekkur: Inn-brekkur rétt vestan undir Núpsvötnum, rnilli
Fljótshverfis og öræfa.2) Sbr. líka að fara framanlands =
sunnanlands, andstætt því að fara norðanlands. Þó ætla eg, að
inn:fram muni tæplega nokkurs staðar á Suðurlandi vera
jafnalgeng málvenja og upp: ofan (niður, ni8rí); á Suð-
vesturlandskorti Herforingjaráðsins hef eg ekki fundið nein
dæmi inn.-fram í örnefnum, en þó nokkuð mörg efri: syöri
og a. m. k. eitt efri: néÖri.
Samkvæmt orðabók Blöndals er fram notað á Austur- og
Norðurlandi í merkingunni „inn, upp, fram til fjalla frá sjó“.
Enda er hægt að rekja þessa málvenju í ömefnum frá Breið-
dal að austan norður um vestur í Dali.3) En mikið mun
1) Árb. F.I. 1935, 56, 62; Vestur-Skaftafellssýsla (B.Ó.B.) 1930, 74.
2) Árb. F.I. 1935; 71; 1937, 13. Fremri-menn: Efri-menn í öræf-
um, 34: framfjalliS (= Breiðamerkurfjallið); Blöndal, fram 11,2, og
Kálund 1,109.
3) Fram-:Ytri-Kleif, Breiðdal; VíSivellir ytri. fremri, Fljótsd.; Fremri-:
Ytri-HlíS, Vopnaf.; Ytri-: Fremri-GrímsstaSanúpur á Fjöllum; Framengjar