Skírnir - 01.01.1952, Síða 161
Skírnir
Áttatáknanir í íslenzku nú á dögum
157
vanta á, að fram: út sé jafnalgengt á öllu því svæði. Á Aust-
fjörðum, Fljótsdalshéraði, Jökuldal (Vopnafirði?) eru andstæð-
umar inn : út, upp: ofan miklu tíðari en fram : út. En í Þing-
eyjarsýslum, Eyjafirði, Skagafirði (Húnavatnssýslu? Dölum?
Vestfjörðum?) mun fram:út vera algengara en inn:út. Og
í Þingeyjarsýslum hefur það fengið sérstaka merkingu: inn á
Akureyri, inn í EyjafjörS, Fnjóskadal, LjósavatnsskarZ. Ef
sagt er inn á Akureyri hvaðanæva úr Þingeyjarsýslum, er
það sennilega mikilvægi kaupstaðarins að kenna: á svipaðan
hátt segja menn suSur í Reykjavík um allt land nema á Suð-
urnesjum. Raunar mun inn til EyjafjarSar vera eldra en
inn til Akureyrar.
Eftir þennan útúrdúr um út:fram, inn er rétt að snúa
sér að norSur, suÖur, austur, vestur og sjá, hvemig þessi orð
em notuð í ýrnsmn landshlutum.
Á Austfjörðum frá Fáskrúðsfirði til Borgarfjarðar að báð-
um meðtöldum eru norSur: suSur notuð því nær „rétt“
nema e. t. v. á Borgarfirði, ef menn segja þar að fara norS-
ur: suSur yfir á, fjörS, því að fjörðurinn liggur því nær í
norður-suður, og væri þvi „rétt“ að segja vestur: austur yfir á.
Ef talað er á Austfjörðum um hémð á Norður-, Vestur-, eða
Suðurlandi, er málvenjan eins og í Breiðdal; líka segja Aust-
firðingar alls staðar að fara upp í HéraS: ofan í (á) FjörSu(r)
alveg eins og Breiðdælingar.
Á Fljótsdalshéraði skiptir um málvenju, tala Héraðsbúar
um að fara norSur: austur yfir Fljót, en fljótið liggur frá suð-
vestri til norðausturs nema helzt á Úthéraði, þar sem það
liggur nálega í hánorður. Þeir, sem ókunnugir eru, búast við
„réttu“ áttunum austur: vestur yfir Fljót. En eins og í Breið-
í Mývatnssveit; Fram-: Út-jjöll, ICelduhverfi; Ytri-:Fremri-Kot, Norðurár-
dal, Skagafirði; NeSri-: Fremri-Melar í Miðdölum, Dalasýslu; Gufudalur:
Fremri-Gufudalur, Barðastr.s.; Né8ri-:Fremri-Bakki, Langadal, Vestf.
1 Sögu Borgarfj. 1938, II, 247 segir: var ribiS báðum megin Hvítár fram
til Reykjadalsár. Enn fremur er fram i þeirri merkingu notað í Skorra-
dal, Borgarfirði. Samt er ytri.-sySri enn algengara í örnefnum á Norð-
urlandi.