Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 162
158
Stefán Einarsson
Skímir
dal má finna dæmi annarrar (eldri?) málvenju í örnefnum,
því að til eru NorSur- og SuSurdalir bæði í Skriðdal og Fljóts-
dal. Af Fljótsdalshéraði fara menn ofan á Sey'SisfjörS, ReyS-
arfjörS (í Breiðdal), en suSur í BreiSdal og til allra fjarða og
byggða fyrir sunnan (suðvestan) Breiðdal. Hins vegar fara
Héraðsbúar norSur á Jökuldal, í Þingeyjarsýslu, á Vopna-
fjörS og svo til allra héraða á Norðurlandi eins og Breið-
dælingar. Norðurhluti héraðsins heitir Úthérað, þangað fara
Skriðdælir og Fljótsdælir út á HéraS. Aftur á móti fara
menn þaðan upp á HérdS, upp á Völlu(r), í Skóga, í Fljóts-
dal. Hér virðast upp:út vera notuð um langleiðimar, en
inn: út um skemmri vegi, t. d. bæjarleiðir: fara frá Egils-
stöðum inn í KetilsstaSi. Fram = inn kemur fyrir í ömefn-
um (GaltastaSir út og GaltastaSir fram), en virðist ekki mjög
notað fremur en í Breiðdal.
Málvenja á Jökuldal má heita hin sama og annars á Fljóts-
dalshéraði. Jökuldælingar fara austur í Fljótsdal, SkriSdal,
suSur í BreiSdal, ofan á SeySisfjörS — norSur á Fjöll ( =
norðvestur eða vestur), en út á VopnafjörS. Upp:inn:út
em notuð eins og á Héraði.
I dölum Vopnafjarðar, sem liggja nokkuð svo frá suðvestri
til norðausturs, virðist málvenja vera svipuð og á Héraði.
Dr. Karl Jónsson (Stefánssonar), sem átti heima á Torfa-
stöðum í Vesturárdal i Vopnafirði, sagði, að farið væri þaðan
norSur ( = vestur) í Selárdal og yfir í Hofsárdal, en austur
á HéraS og suSur á FjörSu(r). Inn:út var notað sem á
Héraði og í Fjörðum.
1 Suður-Þingeyjarsýslu skiptir um málvenju. Þar þýðir
norSur helzt „norðaustur“, eins og sést af nöfnunum SuSur-:
NorSur-Þingeyjarsýsla. Andstætt þessu norSur er fyrst inn
(til Akureyrar, EyjafjarSar) um næstu héruðin vestan Þing-
eyjarsýslu, en þegar lengra dregur: vestur: vestur í Skaga-
fjörð, Húnavatnssýslu, á Vestfirði o. s. frv. Solveig Jónsdóttir
frá Múla í Aðaldal segir, að þar hafi verið sagt: norSur i
Kelduhverfi, á Sléttu, á Langanes, en austur í VopnafjörS, á
Mývatnsörœfi, á Fjöll, HéráS, AustfjörSu o. s. frv. SuSur í
BorgarfjörS og Reykjavík (= suðvestur). Fram:út er lang-