Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 163
Skírnir
Áttatáknanir i íslenzku nú á dögum
159
algengust andstæða í dölum Þingeyjarsýslu, en upp er notað
um hærra liggjandi sveitir og fjöll. Fram í BárSardal, Reykja-
dal, á Þegjandadal : út í ASaldal, upp í Mývatnssveit, upp
í Reykjahverfi (fyrir austan Múla; liggur hærra, en ekki
lengra inn til (fram til) fjallanna).
1 Eyjafirði er komið í hjarta Norðurlands, en áttirnar eru
svipaðar og í Þingeyjarsýslu. Andstæðurnar eru norSur:
vestur: norSur í Fnjóskadal, í Þingeyjarsýslu, i Mývatnssveit
(= suðaustur), en vestur í öxnadal, í SkagafjörS, Húnavatns-
sýslu o. s. frv. Austur er tæplega notað, nema austur á Aust-
fjörSu, en suSur er notað eins og í Þingeyjarsýslu; þó er
hægt að nota suSur og austur um stuttar vegalengdir innan-
sveitar eða innanþorps á Akureyri. Þannig er alltaf sagt suSur
í Fjöru á Akureyri, en fram aS Grund. Andstætt þessu er
sagt út á Oddeyri (stutt), út i SvarfaSardal, út í ÓlafsfjörS.
Og sagt er austur yfir EyjafjarSará.
Svo lærði eg áttir á Akureyri, er eg var þar í Gagnfræða-
skólanum veturinn 1913—14, og studdi sr. Jakob Kristins-
son, þá skólastjóri á Eiðum, þenna lærdóm minn, en hann
hafði búið á Hrísum í Eyjafirði.
I stórum dráttum virðist Steindór Steindórsson frá Hlöðum,
höfundur Árbókar F.í. um Eyjafjörð, líka fylgja þessum
reglum. 1 kafla um Akureyri notar hann 10 inn, 12 suSur
(hvergi fram!); 1 út, 17 norSur; 8 vestur. 1 kapítula um
Eyjafjörð sunnan Akureyrar 11 inn, 21 fram, 20 suSur; 15
norSur (hvergi út!); 11 austur, 11 vestur. 1 kafla um Hörg-
árdal eru 4 inn, 16 fram, 20 suSur; 5 út, 21 norSur; 16 aust-
ur, 25 vestur. Hann skrifar: fara austur: vestur yfir Eyja-
fjarSará og má vera rétt um stuttar vegalengdir. En þar sem
hann notar austur i Fnjóskadal í stað norSur, þá grunar mig,
að bóklærdómur stýri penna hans, og má svo vera í fleiri
tilfellum. Mjög ber á því, að fram er oft haft um langar
vegalengdir suður til dalanna, en þó langt frá því undan-
tekningarlaust ( inn ).
1 Skagafirði er málvenja eins og í Eyjafirði, eftir því sem
Jóhannes Newton frá Silfrastöðum segir mér. Að vísu er þar