Skírnir - 01.01.1952, Side 164
160
Stefán Einarsson
Skírnir
sagt vestur: austur yfir Vötnin (,,rétt“), en norÖur á Akur-
eyri, í Eyjafjörð, á Melrakkasléttu og vestur í Húnavatns-
sýslu, á FirSi (þ.e. VestfirSi), í Dali. Þar er enn fremur sagt
suður í BorgarfjörS og Reykjavik; austur á FirSi (Austfirði)
og líka, þótt merkilegt sé, austur á Húsavík. Eftir héraðinu
endilöngu heitir út og frarn eins og í Eyjafirði.
Það lítið, sem eg veit um Húnavatnssýslu, bendir til sömu
málvenju og annars staðar á Norðurlandi. Guðmundur Hlíð-
dal, póstmeistari í Reykjavík, kunnugur á Vatnsnesi, segir
mér, að þar sé sagt austur til Þingeyra í nágrenninu, en
norSur í SkagafjörS, á Akureyri; út á Blönduós, Skagaströnd;
vestur í Dali, á VestfirSi; suSur i BorgarfjörS, Reykjavík;
fram til fjalla. Kálund (I, 569) getur þess, að alls staðar á
Norðurlandi sé sagt norSur á Strandir, þótt víðast hvar sé
„rétt“ átt þangað í norðvestur, sums staðar jafnvel nærri beint
í vestur. En á hinn bóginn segja Steingrímsfirðingar á Strönd-
um „að fara norSur í Húnavatnssýslu“, þótt það sé nærri
beint í suður eða suðaustur.
Af Vestfjörðum hef eg engar greinilegar sagnir, en ef það
er satt, að farið sé vestur á ísafjörS frá önundarfirði, og
síðan aftur til baka þaðan vestur á OnundarfjörS, þá má
búast við ýmsu góðu þaðan úr sveitum. Kálund (1,504)
nefnir það, að í Gilsfirði og á Vestfjörðum séu vestur: suSur
gagnstæður; sama mun vera í Dölum og á nesinu milli Gils-
fjarðar og Hvammsfjarðar. Úr öllum þessum héruðum fara
menn suöur í BorgarfjörS, norSur í Húnavatnssýslu, vestur
á VestfirSi, vestur yfir BreiSafjörS, en út á Snœfellsnes.
Sama málvenja ríkir á Snæfellsnesi með þeim mismun, að
þar fara menn inn til Dala. Á suðurströnd Snæfellsness sýna
mörg örnefni, að út og suSur eru andstæður og þýða nálega
„vestur og austur“.i)
tJr HéráSssögu BorgarfjarSar (II) hef eg tínt nokkur dæmi
um málvenju þar. Er hún svipuð því, sem annars staðar er
á Vesturlandi: norSur yfir HoltavörSuheiSi (til Húnavatns-
1) Ytri-: Sy&ri-RauSamelur, Ytra-: SySra-Skógarnes, Ytra-:Syfira-Lága-
fell, Yztu-:Mifi-:Syfistu-Garfiar.