Skírnir - 01.01.1952, Síða 165
Skírnir
Áttatáknanir i islenzku nú á dögum
161
sýslu) bls. 176, vestur á Strandir, vestur í Dali 195, líka
„réttilega“ vestur í Hítárósi 111, suSur á Akranes 177, suS-
ur til Reykjavíkur 196, út á Akranes 196, búa utan: ofan
SkarSsheiSar 18, upp í Borgarf jarSarhéraS 195, Innfjörur:
Útfjörur 19. Fram er notað bæði í norðlenzkri og sunnlenzkri
merkingu: Fremsti ( = yzti) oddi Skagans heitir Flös 21,
var riSiS báðum megin Hvítár fram ( = inn) til Reykjadals-
ár og allur selur rekinn niSur ána 247.
Eg skal nú stökkva suSur iil Reykjavíkur, eins og sagt er
um land allt nema á útnesjum, þar sem karlamir segja:
„inn til Reykjavíkur“.
1 Reykjavík merkir austur einkum austur yfir Fjall til sveit-
anna í Ámes- og Rangárvallasýslum. Ef lengra austur er
farið, þarf að geta þess sérstaklega: fara austur á FirSi,
austur i Mýrdal (sbr. Kálund 1,276). Austur á land er tví-
rætt, getur þýtt bæði Landsveit og Austurland. Eins og áður
segir, fara Reykvíkingar austur yfir fjall, en ef þeir em
austanfjalls, verða þeir að fara suSur yfir fjall heim til sin,
enda liggur Reykjavík sunnanfjalls (sbr. Blöndal).
Frá Reykjavik er farið suSur í HafnarfjörS, suSur (= SV)
meS sjó, suSur á Reykjanes og út á Reykjanes. Hina leiðina
fara menn upp í Mosfellssveit, upp á Kjalarnes, upp í Kjós,
inn (upp) í HvalfjörS, upp á Akranes, upp í BorgarfjörS, en
vestur á Snæfellsnes, vestur í Dali, vestur á VestfirSi og
norSur í Húnavatnssýslu og önnur hémð Norðurlands.
Bjarni Sæmundsson hefur af venjulegri nákvæmni lýst
áttunum í sinni sveit, „Suðurkjálkanum“, í Árbók F.l. 1936,
22—53, og skal eg tilfæra það, sem hann segir um þetta.
„Eina leiðin af Inn-nesjum og úr Hafnarfirði til þeirra
byggða Suðurkjálkans, sem liggja að Faxaflóa, er, ásamt
byggðunum sjálfum, í daglegu tali nefnd „suður með sjó“
(t. d. fer maður suður með sjó, til þess að finna mann, sem
býr einhvers staðar „Suður með sjó“), en um hinar byggð-
irnar er sagt „suður í“. Hinsvegar fara menn úr öllum
11