Skírnir - 01.01.1952, Page 166
162
Stefán Einarsson
Skímir
sveitum kjálkans (að Krísuvík meðtaldri) „inn“ í Hafnar-
fjörð og Reykjavík og til Inn-nesja yfirleitt, og margt er
þama suður um skagann, eins og víðar, skrítið í stefnutákn-
un manna, þegar farið er í aðrar sveitir, og erfitt fyrir ókunn-
uga að átta sig á því. . .. “ (bls. 27).
„tJr Grindavík liggja gamlir vegir „út“ eða „suður“ í
Hafnir, „suður“ eða „niður“ í Njarðvíkur (Skipstíg), „suð-
ur“ eða „út“ í Leiru og Garð og „út“ á Nes, „niður“ eða
„inn“ í Voga (Skógfellavegur), „inn“ á Vatnsleysuströnd
o. s. frv., en úr öllum þessum byggðum er farið „upp“ í
Grindavík. tJr „Víkinni“ er farið „inn“ í eða „upp“ í Fjall,
o: Móhálsa, og „upp“ að Krísuvík og austur í Herdísarvík,
Selvog (,,Vog“) o. s. frv. Eru þessar áttatáknanir æði tor-
skildar fyrir ókunnuga, sumar hverjar, eins og t. d. suður í
Njarðvikur, sem er nærri í norður úr Grindavík. En það er
viða margt skrítið í þessu tilliti“ (bls. 42).
Þótt áttatáknanir þessar séu ærið torskildar fyrir „ókunn-
uga“, þá skýrist málið fljótt, ef litið er á kort af Reykjanesi.
Tvennt verða menn líka að hafa í huga, það fyrst, að á
veginum milli Garðs og Hafnarfjarðar eftir norðurströnd
Reykjaness eru andstæðurnar suður: inn, og það annað, að
milli norður- og suðurstrandar Reykjaness eru andstæðumar
niSur:upp (= N:S). Grindvíkingurinn gengur þannig fyrst
niSur, þar til hann kemur á veginn, sem liggur suSur og inn
með norðurströndinni. Þurfi hann þá að ganga suSur til
þess að komast í áfangastað, er kallað, að þeir staðir liggi
suSur frá Grindavík. Þurfi hann aftur á móti að ganga inn
með ströndinni, liggja þeir staðir allir inn frá Grindavík.
Dæmi frá Suðurlandsundirlendinu hef eg frá vini mínum,
Guðmundi Marteinssyni, sem er þaulkunnugur í Hruna í
Hrunamannahreppi. Þar er út notað í merkingunni „vestur"
(V, NV, SV): út í Tungur (= Riskupstungur), út að Hvítá,
út aS Litlu-Laxá, út aS Selfossi, út i ölfus, út í Þorláks-
höfn, út í Grindavík, út í Laugardal, út á Þingvöll. En út í
Vestmannaeyjar er líka sagt, á móti því, sem við mætti bú-
ast, sömuleiðis út á haf. Fram og niÖur þýða „í átt til sjávar“,