Skírnir - 01.01.1952, Síða 168
164
Stefán Einarsson
Skímir
5. Um veðrið eru höfuðáttir og milliáttir norSur, nor'ð-
austur, landnorður notaðar nokkuð rétt víðast hvar, þótt út
af geti brugðið á Austurlandi um landnorður: útnorður, land-
suður: útsuður.
II. Mállýzkumerkingar.
1. Vestur, norður, austur, suður er venjulega notað um
fjóra fjórðunga landsins: Vesturland (Hvalfjörður—Hrúta-
fjörður), Norðurland (Hrútafjörður—Langanes), Austurland
(Langanes—Lónsheiði), Suðurland (Lónsheiði—Hvalfjörður).
2. I fjórðungi hverjum hefur sú málvenja komið upp að
nota áttatákna-andstæður, þar sem annað orðið getur haft
nálega „rétta“ merkingu, en hitt mjög afvegaleidda:
A. Vesturland: a) suður.-vestur ( = norður).
b) Snæfellsnes: út: suður ( = A, SA).
B. Norðurland: vestur: norður (= austur).
C. Austurland: a) Fljótsdalshérað: austur: norður (= NV,
V)-
b) Austfirðir nyrðri: norður: suður (,,rétt“).
c) Austfirðir syðri: suður: austur (SV:NA).
D. Suðurland: a) Austur-Skaftafellssýsla: austur: suður
(NA:S V).
b) Vestur-Skaftafellssýsla: austur:út
(= vestur).
c) Suðurlandsundirlendið: austur:út (SA:
NV), en suður til Reykjavíkur (NV eða
V).
Aðrar átta-andstæður eru aðallega inn:út, upp:ofan(nið-
ur); fram:út og inn:fram. Tvær hinar fyrstu munu vera
algengar um allt land, en mikið vantar á, að notkun þeirra
sé lýst, svo að nákvæmt sé.
I. inn:út er notað 1) milli staða úti á sjó og á megin-
landi, 2) milli staða við sjávarmál og nær miðju landsins,
rnn hreyfingu eftir endilöngum fjörðum og dölum. 3) Á Suð-
urlandi er út = vestur, en hin venjulega merking orðsins er
tekin af fram.