Skírnir - 01.01.1952, Side 173
Skírnir
Vísa í Hávamálum og irsk saga
169
Á eftir koma svo ráðin. Að öllum jafnaði eru ráðin aðeins
þrjú vísuorð, hálf vísa í ljóðahætti. Þó eru mörg dæmi þess,
að þau nái yfir 6 vísuorð, heila vísulengd, og er ekki fyrir
að synja, að svo hafi verið hér. Ekki verður það talið hand-
víst um allar vísurnar, hvort þær hafi frá upphafi heyrt til
kvæðisins eða verið ortar síðar og bætt við það. Er því rétt að
gera sér ljóst, að hér er tvennt til: 1) Vísan á frá upphafi heima
í Loddfáfnismálum; hún hófst á formálanum, en ráðin sjálf
voru 3 eða 6 vísuorð, eða 2) hér er í öndverðu að ræða um
vanalega ljóðaháttarvísu, 6 vísuorð, en hún var síðar sett
inn í Loddfáfnismál, og var þá hinum vanalegu formálsorð-
um bætt framan við.
Nú eru ráðin aðeins 5 vísuorð, og er þá spurning, hvort
þau mundu hafa verið 3 línur í öndverðu, og væri þá tveim
linum bætt við, eða 6 línur, og væri þá 1 lína felld niður.
Finnur Jónsson segir í útgáfu sinni af Hávamálum (Kh.
1924, 127.—-128. bls.), að orðin „gjalti glíkir verða gumna
synir“ séu innskot, enda sé síðasta línan beint áframhald af
orðunum „upp líta skalattu í orrostu". Varla held ég móti
þessu verði mælt. Algengt er, að í ljóðahætti sé endurtekin
3. eða 6. línan, og kallar Snorri það í Háttatali galdralag
og nefnir um það þetta ágæta dæmi:
Sóttak fremð,
sóttak fund konungs,
sóttak ítran jarl,
þó er ek reist,
þá er ek renna gat
kaldan straum kili,
kaldan sjá kili.
Hitt er ævinlega grunsamlegt, ef endurtekin er 1. og 2. línan
(eða 4. og 5.), eins og gert er í Hávamálavísunni, og varla
er það óspilltur texti.
En þó að línurnar „gjalti glíkir verða gumna synir“ séu
ef til vill ekki á sínum rétta stað, þá er ekki víst, að þær
séu langt að komnar. Sé þeim alveg sleppt, verður vísan
ósköp fátækleg, og eins og Finnur Jónsson viðurkennir, það
hefði verið tilefni til að skýra ráðið nánar.