Skírnir - 01.01.1952, Page 174
170
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Ég gizka því á, að upphaflegur texti hafi verið:
Upp líta
skalattu í orrostu,
síðr þitt um heilli halir:
gjalti glíkir verða
gumna synir
Síðasta vísuorðið vantar, það kynni að hafa verið að efni til
líkt og í 9. v. Sólarljóða: „ok runnu sem vargar til viðar“,
það kynni að hafa verið annað. En það, sem eftir er af vís-
unni, fært í þá röð, sem nú var sýnt, er með ágætum; fyrst
er ráðið, síðan kemur skýring: það er vegna töfra, loks er svo
mynd af áhrifum töfranna, æðið, sem getur gripið menn; í
þessu er stöðug stígandi.
Með þessu móti er það þá eðlilegt að hugsa sér allar línur
vísunnar gamlar og upphaflegar. Efni hennar greinist í þrjú
atriði:
1) Þú skalt ekki líta upp í orustu,
2) svo að menn heilli þig ekki (beiti þig eða það, sem þitt
er, fjölkynngi);
3) menn verða „gjalti glíkir“ — hér er eðlilegt að álykta:
vegna þess að menn líta upp í orustunni og verða heillaðir.
III.
Svo framarlega sem vísuorðin tvö: „gjalti glíkir verða
gumna synir“, hafa frá öndverðu verið í vísunni, eru þau
einnig kjarni hennar; vísan stefnir að því að verja menn því,
sem sýnilega er harla ófýsilegt, að þeir verði „gjalti glíkir“.
En hvað er það þá?
I fornum heimildum kemur þetta orðatiltæki iðulega fyrir,
og er vanalega sagt „verða at gjalti“. Margir þessara staða
eru mjög skýrir og ljósir, svo að vandlega má greina, hvað
við er átt. Er sýnilegt, að íslendingar hafa á ritöld þekkt
gjörla til þessa, og í Noregi hafa menn einnig vitað deili
á því.